Færsluflokkur: Bloggar
28.12.2009 | 15:08
Styðjum björgunarsveitirnar
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið um sextíu aðilum leyfi til flugeldasölu fyrir þessi áramót. Flest leyfanna hafa verið gefin út til björgunarsveita, en einnig karlaklúbba, einkafyrirtækja og íþróttafélaga.
Flugeldasala hefur verið í fjölda ára aðal og stundum eina fjáröflunarleið björgunarsveitanna í landinu. Ég hef ekki skilið hvernig stendur á því að verið er að gefa allskyns klúbbum, einstaklingum og einkafyrirtækjum leyfi til flugeldasölu undanfarin ár. Þessir aðilar hafa verið að færa sig mjög upp á skaftið í sölu flugelda og það bitnar á þeim sem síst skyldi, eða björgunarsveitunum. Eins hafa sífellt fleiri íþróttafélög verið að taka upp flugeldasölu sem fjáröflunarleið.
Ég er ekki viss um að það þýði mikið að hringja í viðkomandi "karlaklúbba" eða "einkafyrirtæki" þegar eitthvað bjátar á í landinu svo sem fárviðri, náttúruhamfarir, eða fólk er að týnast upp á hálendinu. Eins efast ég um, með fullri virðingu fyrir knattspyrnudeild KR, að það félag sé tilbúið til sambærilegra starfa í almannaþágu og björgunarsveitirnar. E.t.v. veita einhverjir af þessum aðilum ágóðanum í þörf málefni, en ólíklegt þykir mér að það sé almenna reglan.
Þó ég sé almennt séð hlynntur frjálsi samkeppni í viðskiptum og því að öll samkeppni í verðum og þjónustu sé af hinu góða, þá gilda ekki endilega sömu reglur um þessa vöru. Það er ekki fyrir alla að meðhöndla vörur eins og flugelda og ég tel æskilegt að færa söluleyfi eingöngu til björgunarsveita og sambærilegra félaga, sem reka sjálfboðaliðastarf í þágu lands og þjóðar.
Sprenging varð í flugeldaverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.12.2009 | 14:55
Er þetta skynsamlegasti niðurskurðurinn ?
Ekki fréttaritari í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2009 | 01:05
Sorglegt dæmi um illa unnið mál
Landið eitt skattumdæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2009 | 14:58
Að kunna smá í landafræði...
Mikil hálka á Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2009 | 14:56
Vanþekking erlendra aðila á séríslenskum málum
Í viðtölum við Mark Flanagan ekki síst því sem var í Ríkissjónvarpinu fannst mér hann ekki skilja ýmsar séríslenskar aðstæður.
Í fyrsta lagi verðtryggð lán. Svona lán þekkjast hvergi í heiminum og útreikningsaðferðin er algjörlega séríslenskt fyrirbæri. Væri hér ekki um þessi lán að ræða heldur "venjuleg" óverðtryggð lán, sama með hvaða vöxtum, þá væru atriði eins og stjórnvöld eru að grípa til og sem lánveitendur hafa boðið fullkomlega að gagnast nær öllum skuldurum. Frysting láns fram yfir erfiðasta tíma væri til dæmis ekkert mál ef lánin hækkuðu ekki af miklum krafti á sama tíma. Andstaða AGS við það að hér væri farið fyrr á þessu ári í almennar lækkanir á heildarstöðu skulda (höfuðstól plús verðbótum) byggðist á þessari vanþekkingu.
Í öðru lagi séreignarlífeyrissjóðir. Hugmyndir um að skattleggja inngreiðslu í séreignarlífeyrissjóði er engan veginn að leggja lífeyriskerfið sem heild í rúst, né heldur er verið að eyðileggja tekjumöguleika framtíðarinnar. Hvers vegna á að treysta á skatttekjur af greiðslum til aldraðra á komandi áratugum ? Er ekki nær að hin vinnandi maður standi undir skatttekjum hvers tíma og aldraðir eigi áhyggjulaust ævikvöld ?
Í þriðja lagi fjárlagahallinn. Mark Flanagan setur fjárlagahallann í fyrsta sæti yfir orsakir skuldasöfnunar landsins. Þarna vantar að taka með í reikninginn að hér var tekjuafgangur af fjárlögum mörg ár í röð fyrir hrun. Fjárlagahallinn nú stafar af ýmsum keðjuverkandi áhrifum bankahrunsins og eltir því skottið á sér. Auknar lántökur og ábyrgðir þar með talið Icesave, yfirtaka verðlítilla bréfa, sérkennileg inngrip í peningamarkaðssjóði og kostnaður við endurreisn bankakerfisins hefur allt sín áhrif á fjárlögin auk hruns í tekjustofnum ríkisins við fall á ýmsum gulleggjum í atvinnulífinu svo sem bankana. Fjárlagahallinn er því meira vandamál sem við stöndum frammi fyrir að leysa en bein orsök skuldasöfnunar landsins.
Flanagan: Icesave í fjórða sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2009 | 13:19
Gjaldeyrislög
Mér er spurn af hverju viðkomandi maður var ekki snarlega handtekinn og settur í gæsluvarðhald. Það er alveg ljóst að hann var að gerast brotlegur við gjaldeyrislög með þessum væntanlegu viðskiptum í skjóli myrkurs. Því miður er og verður örugglega mikið um svona viðskipti hér á landi meðan hin að svo mörgu leiti furðulegu lög um gjaldeyrishöft eru í gildi. Þessi viðskipti minna óneitanlega á það sem algengt var fyrir austan járntjald á sínum tíma þegar hagkvæmt var að selja dollara í skiptum fyrir gjaldeyrir viðkomandi lands á svörtum markaði. Það var að sjálfsögðu jafn ólögleg og það sem gerðist í gærkvöldi.
Hins vegar er það alveg ljóst að gera þarf breytingar á gjaldeyrislögunum til þess að koma í veg fyrir brask utan markaða með gjaldeyri og auk þess væri í lagi að slaka aðeins á hömlum á hinn almenna borgara. Afar og ömmur geta ekki fengið að taka út seðla í erlendri mynt til að senda barnabörnum sínum í jóla- eða afmælisgjafir. Framvísa þarf farseðli ef kaupa á gjaldeyri og skiptir þá engu hvort menn ætla að kaupa fyrir fáeinar krónur eða fullnýta heimild til kaupa. Þarna er eins og í svo mörgu þessa dagana algjörlega rangt gefið.
Grímuklæddir menn rændu gjaldeyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2009 | 12:58
Vanda þarf til breytinga á skattumdæmum
Þó ég sé þeirrar skoðunar að æskilegt sé að breyta löngu úreltu skipulagi á skattumdæmum þá þarf að vanda til slíkra breytinga. Núverandi hugmyndir eru með öllu útilokaðar að mínu mat og afar lítt ígrundaðar. Þar að auki er náttúrulega alveg út í hött að ætla að umbylta skattkerfinu og breyta á sama tíma skattumdæmum og verkaskiptingu því slíkt gæti hreinlega haft í för með sér mikinn skaða fyrir ríki og þjóð.
Skattstofurnar sem í dag eru 9 í landinu auk embættis ríkisskattstjóra eru standa sig mjög misvel í sínum verkum og því miður er munur á annars vegar úrskurðum þeirra og hins vegar skilvirkni í afgreiðslu mála. Dæmi um skattstofur sem standa sig vel eru Skattstofan í Reykjavík, þar sem mál ganga almennt mjög vel auk þess sem mesta alhliða þekkingin er þar og þjónustan mest og best við skattgreiðendur og fagmenn (þjónustuaðila) í skattskilum. Skattstofan á Hellu er einnig frekar fljót að afgreiða mál. En aftur á móti ganga mál á hraða snigilsins á Skattstofunni í Hafnarfirði.
Skv. tillögum á að leggja í raun niður skattstofuna í Reykjavík og efla skattstofuna í Hafnarfirði og þarna er augljóslega ekki verið vinna tillöguna út frá skilvirkni verka, mannauði né aðgengi að þjónustu við skattgreiðendur og þjónustuaðila í skattskilum.
Að sama skapi á í raun að lækka embætti ríkisskattstjóra niður um þrep í stjórnsýslunni og gera ýmsar breytingar varðandi málskotsrétti bæði skattaðila og ríkis sem eru ekki allar til bóta.
Ég hefði talið heppilegra að halda embætti ríkisskattstjóra með svipuðu sniði áfram og það er í dag en fækka í yfirstjórn á skattstofum þannig að yfir þeim væru 2-3 skattstjórar og sviðin væru "einstaklingssvið" þar sem skattamál einstaklinga og e.t.v. einstaklinga í rekstri heyrðu undir, síðan annað svið sem annaðist skattamál lögaðila sem og skatteftirlit og hið þriðja sæi um stórfyrirtæki þar með talið fyrirtæki með starfsemi í fleiri löndum (í dag tilheyra þau Skattstofunni í Reykjavík). Skattstjórum væri því fækkað úr 9 í 2-3 en skrifstofur með breyttu sniðu og fyrst og fremst afmörkuðum verkefnum störfuðu áfram í hverjum landshluta (þó ekki á 9 stöðum alls).
Vilja undirbúa breytingar á skattumdæmum betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2009 | 18:28
Afnám hækkunar persónuafsláttar "er" skattahækkun !
Við gerð kjarasamninga í febrúar 2008 kom þáverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks með þeim hætti að þeim að taka fram í bókun sem var hluti samningsins að persónuafsláttur myndi hækka um kr. 2.000 á mánuði auk vísitöluhækkunar 1.janúar 2010 og um kr. 3.000 auk vísitöluhækkunar 1.janúar 2011.
Orðrétt er þetta svona "Persónuafsláttur hækki um 7 þúsund krónur á næstu þremur árum, umfram almenna verðuppfærslu. Árið 2009 hækkar hann um 2.000 krónur, árið 2010 um 2.000 krónur og árið 2011 um 3.000 krónur."
Nú þegar er núverandi "velferðarstjórn" búin að svíkja þessi fyrirheit og afnema vísitöluhækkun persónuafsláttar og að auki að fella út hækkun upp á kr. 3.000 aukalega á persónuafslætti ársins 2011.
Þetta eru ekkert annað en skattahækkanir og þessar skattahækkanir bitna verst á þeim lægst launuðu.
Á árinu 2010 hækka skattar hjá hverjum einasta einstakling sem á annað borð hefur laun yfir skattleysismörkum um kr. 3.815 á mánuði vegna þess að skattgreiðendur eru sviknir um vísitöluhækkun persónuafsláttarins. Á árinu 2011 má búast við að skattahækkun af þessum völdum verði um kr. 7.400 á mánuði (m.v. sömu vísitöluhækkun milli ára og nú). Þetta jafngildir því að á árinu 2011 verði aukaleg skattahækkun orðin yfir 130 þúsund á ársgrundvelli og sú hækkun bitnar mest á láglaunafólki.
Samstarf við stjórnvöld í uppnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2009 | 14:04
Ríkisstjórnin þyngir álögur á sveitarfélög
Ríkisstjórnin gleymir gjörsamlega sveitarfélögunum í sínum skattatillögum.
Nú er verið að hækka skatta á einkahlutafélög og annað rekstrarform, hækka prósentustig fjármagnstekjuskatts um 8 prósentustig (80% hækkun frá fyrri hluta árs 2008), og hafna raunhæfri tillögu um að skattleggja inngreiðslu í séreignarlífeyrissjóði og skattleggja innstæður í þeim sömu sjóðum.
Nú er nefnilega lag að skapa tekjustofna fyrir sveitarfélögin, með því að veita þeim hlutdeild í sköttum á fyrirtæki sem og fjármagnstekjuskatti. Auk þess fá sveitarfélögin verulegar útsvarstekjur af skatti á séreignarlífeyrissjóði og inngreiðslu í þá.
Sveitarfélög gagnrýna skattafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2009 | 13:10
lykilorð
Netfang Bryndísar misnotað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón bloggar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ég trúi á betra líf Í tilefni dagsins set ég þetta lag inn, því textinn skiptir mig máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar