Færsluflokkur: Bloggar
5.3.2010 | 15:28
Ólíklegt að þjóðin kjósi Steingrím og Jóhönnu næst
Hvað er að æðstu ráðamönnum þjóðarinnar þegar þau skötuhjú Steingrímur og Jóhanna lýsa því bæði yfir að þau ætli ekki að nýta kosningarétt sinn á laugardag ? Eru þetta skilaboð til okkar kjósenda um að við eigum "ekki" að fara í næstu Alþingiskosningum á kjörstað og kjósa þau ? Ég skil það þannig.
Það er lýðræðislegur réttur allra kosningabærra manna að taka afstöðu með því að taka þátt í kosningum. Það að sitja heima er "ekki" að taka afstöðu. Kjósendur á laugardag þar með talið Jóhanna og Steingrímur hafa 4 valkosti í kjörklefanum. a) segja nei b) segja já c) skila auðu og d) gera kjörseðil ógildan (sem að vísu er ekki góður valkostur).
Yfirlýsingar þeirra hlýtur að fara á topp 5 listann yfir mesta skandal ársins. Það litla álit sem maður hafði á þessum tveimur einstaklingum hvarf algjörlega núna.
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2010 | 10:28
Hræðsluáróður Steingríms J. hefur virkað
Ríkisstjórnin talar allt niður og það hefur virkað að þessu sinni til þess að stýrivextir voru ekki lækkaðir um meira en hálft prósent. Verðbólguáhrif skattabreytinga eru enda ekki komin fram því næstu mælingar eiga eftir að taka tillit til fjölmargra hækkana í verðlagi á vörum og þjónustu.
Athyglisvert er að skoða tölur sem nefndar eru í lok fréttarinnar og vitnað er í Morgunkorn Greiningar Íslandsbanka, en þar segir að 12 mánaða verðbólga væri komin niður í 5,2% án skattabreytinga í stað 6,6%. Á þessu er gríðarlegur munur sem bein áhrif hefur ekki bara núna heldur til allrar framtíðar á verðtryggð lán.
Fróðlegt verður að heyra rök peningastefnunefndar núna kl. 11, en það eru alltaf fundin ný og ný rök fyrir því að lækka ekki stýrivexti. Að mínu mati hefðu átt að vera forsendur fyrir því að fara með stýrivexti niður í 8-8,5% núna.
Hætt er við að hræðsluáróður Steingríms Joð og fleiri stjórnarliða haldi áfram og nú verði Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki, Forseta Íslands og þeim sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa ætlað sér að segja "nei" í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslunni kennt um að stýrivextir hafi ekki verið lækkaðir meira.
Skilja mátti á forsvarsmönnum núverandi ríkisstjórnar fyrir ári síðan að það eitt að skipta um Seðlabankastjóra myndi lækka stýrivexti hratt langt niður fyrir 10% - Nú ári eftir að þessir flokkar komust til valda eru vextirnir loks að skríða niður fyrir 10% markið en eru ennþá nær tvöfalt of háir.
Almennt eru menn sammála um það að ekki sé óeðlilegt að stýrivextir hér séu 4-5 prósentustigum hærri en annarsstaðar, en það þýðir í raun við núverandi aðstæður að hér ættu þeir að vera á bilinu 4,5% til 5,5% Það er fyrst eftir að því er náð sem vaxtakjör í bankakerfinu geta talist viðunandi fyrir atvinnulífið í landinu.
Stýrivextir lækka í 9,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 21:59
Steingrímur heldur áfram neikvæðninni
Það er merkilegt hvað forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar eru iðnir við að tala niður alla bjartsýni og hreinlega berjast gegn því að einstaklingar og fyrirtæki geti farið að sjá fram á betri tíð.
Eftirfarandi er úr frétt ruv.is um málið:
"Háir stýrivextir dýpka kreppuna og skaða efnahagslífið til lengri tíma segja Samtök Atvinnulífsins sem skora enn einu sinni á Seðlabankann að lækka stýrivexti."
Í sömu frétt segir einnig og þar er vitnað í Steingrím Joð:
"Það er ekki víst að Samtökum Atvinnulífsins verði að ósk sinni um að stýrivextir lækki á morgun. Í síðustu viku sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að fari ekki að birta til hér í efnahagslífinu þá breytist þjóðhagsforsendur. Það gæti meðal annars þýtt að stýrivextir lækkuðu hægar en búist var við eða jafnvel ekki neitt á næstu mánuðum."
Það er alltaf sama neikvæðnin.
Spáir lækkun stýrivaxta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 21:29
Ríkisstjórnin getur ekki gert tvennt í einu
Það hefur sýnt sig allan þann tíma sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd að hún getur engan veginn sinnt tveimur málum eða fleiri á sama tíma. Nú stefnir í að það verði stutt á milli þeirra daga sem væntanleg skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram og þess dags sem þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave fer fram. Ég veit ekki hvað það er sem ríkisstjórnin óttast í þessu máli en þetta virðist allt í einu vera orðið eitthvað mikið áhyggjuefni.
Önnur seinkun á útgáfu skýrslunnar kemur ekki á óvart og hefur legið í loftinu síðustu vikur. Þó það sé óheppilegt að það dragist að niðurstaða nefndarinnar birtist er mikilvægara að hún sé vönduð og landsmönnum aðgengileg og nokkrir dagar eða vikur til eða frá breyta þar ekki öllu. En að blanda saman útgáfu hennar og þjóðaratkvæðagreiðslunni er mér með öllu óskiljanlegt. Þar finnst mér að verið sé að blanda saman eplum og appelsínum eins og stundum er notað sem orðatiltæki.
Ég held að þjóðin höndli vel að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu og fá niðurstöður nefndarinnar á sama tíma. Ef hins vegar fjármálaráðherrann og aðrir ráðherrar ráða ekki við það þá er kominn tími til að viðkomandi aðilar finni sér annað starf.
Skýrslan komi áður en kosið er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2010 | 22:25
Einkennileg afstaða Samfylkingar
Það er álit Samfylkingarmanna að "hagsmunaaðilar" í hverju máli eigi ekki að eiga aðild að ákvörðunartöku um málefni viðkomandi greinar. Þannig lýsti varaformaður SF því á sjónvarpsstöðinni ÍNN í vikunni að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi (LÍÚ) ættu ekki að koma að ákvarðanatöku um breytingar á kvótakerfinu. Áður hefur komið fram að SF vill ekki að Bændasamtökin komi að landbúnaðarþætti væntanlegra aðildarviðræðna að ESB og hér þarf væntanlega að stofna nýja Hagfræðistofnun til þess að útbúa "réttar" hagtölur um landbúnað og fleiri mál í stað þess að þess að m.a. fjölmörgum hagstærðum hefur í fjölda ára og áratuga verið safnað samviskusamlega af bændasamtökunum og unnin á faglegan hátt.
Skv. þessu ætti alls ekki að leyfa Samfylkingunni að koma að samningaviðræðum um aðild að Evrópusambandinu því ég sé ekki betur en Samfylkingin hljóti að telja "hagsmunaaðili" í sama skilningi og LÍÚ og Bændasamtökin eru í ofangreindum dæmum. Hvaða skoðun ætli varaformaður Samfylkingar hafi á því ?
Á sama hátt ættu sennilega aðrir aðilar en ASÍ og samtök launafólks að semja um launakjör verkafólks og svo mætti lengi telja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2010 | 11:49
Heilbrigðisráðherra segi af sér
Hvar er siðferðið í Íslenskum stjórnmálum á hinu "nýja Íslandi" ? Álfheiður Ingadóttir var einn af aðalhvatamönnum til árása á Alþingshús okkar Íslendinga. Hún er síðan gerð að ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Nú þegar mál nokkurra aðila sem brutu sér leið inn í Alþingishúsið er tekið fyrir hjá Héraðsdómi kemur í ljós (sbr. fréttir á Bylgjunni áðan) að verjandi þessara manna er eiginmaður heilbrigðisráðherra.
Hvað er í gangi hérna ?
Núverandi stjórnarflokkar fengu meirihluta í lýðræðislegum kosningum og þjóðin situr uppi með þá flokka í ríkisstjórn og lítið við því að segja þar sem þeir fengu meirihluta þingmanna í þessum kosningum. Ríkisstjórnin komst ekki til valda í gengum byltingu eins og sumstaðar hefur gerst út í heimi í gegnum tíðina. Þar hefur það oft gerst að "byltingarforingjar" séu gerðir að helstu ráðamönnum viðkomandi þjóðar. Þannig á það ekki að vera á Íslandi.
Mál mótmælenda þingfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2010 | 11:29
Þjóðaratkvæðagreiðslur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.12.2009 | 01:09
Hvenær á að snúa sér að endurreisninni ?
Hvað réttlætir það að Alþingi fari í frí til 26.janúar ? Hvenær á að slá upp skjaldborginni um heimilin í landinu ? Hvenær á að blása lífi í atvinnulífið ? Voru ekki rökin fyrir því að samþykkja Icesave að nú væri hægt að snúa sér að þessum mikilvægu málum ?
Í lok febrúar rennur út framlengdur frestur varðandi nauðungarsölur fasteigna og gefið hefur verið í skyn að ekki verði um frekari frestun að ræða. Tíminn er naumur og ekkert ennþá komið fram af hálfu ríkisstjórnarinnar til bjargar heimilunum í landinu.
Að mínu mati réttlætir ekkert svona langt hlé á þingstörfum og ég hefði talið eðlilegt að þingið kæmi að nýju saman ekki síðar en 11.janúar. Ástand og aðstæður í þjóðfélaginu eru með þeim hætti að bregðast þarf við af meiri krafti. Taka þarf á stökkbreyttum fjárskuldbindingum nú þegar.
Hlé á þingstörfum til 26. janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2009 | 12:21
80 ára leynd
Það er jákvætt af hálfu Alþingis að skipa sérstaka 9 manna þingmannanefnd til þess að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Það sem hins vegar er afar sérkennilegt er að það skuli eiga að hjúpa ákveðna þætti skýrslunnar 80 ára leynd. Gera má ráð fyrir því að þetta þýði að allir þeir sem komnir eru í dag með kosningarétt og eru fjárráða verði komnir yfir móðuna miklu þegar leynd verður aflétt og þetta verður þá væntanlega verkefni sagnfræðinga þess tíma.
Hvað er það sem Alþingsmenn óttast ? Er eitthvað samhengi á milli þess að það megi ekki skattleggja lífeyrissparnað nú þegar og þess að ekki megi koma upp á yfirborðið einhverjar upplýsingar í skýrslu nefndarinnar ? Á kannski að nota þessar "framtíðartekjur" í hugsanlegar skaðabætur eftir 80 ár ?
Það hlýtur að vera krafa okkar kjósenda í þessu landi að staðið verði við stóru orðin um að "allt verði uppi á borðum". Ekkert í þessari væntanlegu og jafnframt "hræðilegu" skýrslu rannsóknarnefndarinnar er þess eðlis að það eigi að sópa því undir teppið. Nema auðvitað einhver atriði sem falla undir "ströngustu" túlkun um persónuvernd.
Stofnanir ríkisins svo sem Vinnumálastofnun fara mjög "frjálslega" með persónuvernd þegar kemur að því að "njósna" um frá hvaða IP-tölum skráningar á atvinnuleysisskrá koma. Þar er engin 80 ára leynd.
Sérstök þingnefnd verður kosin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.12.2009 | 10:02
Úrelt "hreppaskipting"
9 áramótabrennur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón bloggar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ég trúi á betra líf Í tilefni dagsins set ég þetta lag inn, því textinn skiptir mig máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar