Færsluflokkur: Bloggar

Skuldurum mismunað og þeir sem mest ættu að fá í vaxtabætur fá ekkert.

Skuldurum er mismunað og þeir sem mest ættu að fá í vaxtabætur fá ekkert.  Þetta er náttúrulega í anda núverandi ríkisstjórnar sem stuðlað hefur að mismunun í skattamálum m.a. milli hjóna og þar með afnumið jafnrétti þeirra.   Vaxtabótakerfinu hefur verið umbylt eins og mörgu öðru og afleyðingin er sú að þeir sem helst þyrftu á þeim ríkisstuðningi að halda fá lítið eða ekkert, en þeir sem vel geta lifað án stuðnings utanaðkomandi aðila fá fullar greiðslur.

 Sjá þennan fréttatíma RUV og viðtal við mig í þeim fréttatíma:  http://www.ruv.is/sarpurinn/siddegisfrettir/04082012-1

 


Gleðileg jól

Kæru bloggvinir og allir þeir sem nennt hafa að lesa það sem ég skrifa stundum hér sem og þeir sem ég skiptist á skoðunum við á blogginu, bestu óskir um gleðileg jól til ykkar allra.

Ég ætlaði að senda Alþingismönnum og ráðherrum jólakveðjur líka, en ég veit að þau eru of upptekin við að telja nýfengin jólabónus til að hafa tíma til að lesa jólakveðjur frá okkur óbreyttum skattgreiðendum.


Ekkert mál fyrir rekstraraðila

Ég skil ekki athugasemd mannsins sem vitnað er í, en hann segist nota tölvuþjónustu Amazon bæði í vinnu og persónulega.   Varðandi vinnuhlutann þá þarf hann að sjálfsögðu að fá rafrænan reikning frá Amazon sem ber með sér virðisaukann og síðan nýtir hann mjög líklega innskattinn í sínum rekstri.  Einfalt mál og þægilegt og ekkert öðru vísi en að kaupa tölvuþjónustu af nethýsingaraðilum innan lands eða öðrum álíka aðilum.

Hins vegar öfunda ég ekki íslensk skattyfirvöld sem þurfa að stórfjölga vsk uppgjörsaðilum og allt eftirlit með þessum aðilum er mun erfiðara viðfangs en varðandi innlenda aðila. Öll skattheimta milli landa flækir mál.


mbl.is Virðisaukaskattur á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væl í forsvarsmönnum lífeyrissjóða vegna hins almenna fjársýsluskatts.

Ég legg til að lífeyrissjóðirnir lækki laun hjá sér um að lágmarki 4-5% til að heildarlaunakostnaður með sköttum hækki ekki milli ára. Í raun þurfa lífeyrissjóðirnir að lækka laun sinna starfsmanna mun meira og meðallaun starfsmanna þeirra ættu aldrei að vera hærri en meðallaun þeirra sem greiða til sjóðsins hverju sinni. Allt annað er sjálftaka sem ekki hefur verið borin undir né samþykkt af sjóðfélögunum sjálfum.

Laun og launatengd gjöld lífeyrissjóða ásamt hinum nýja fjársýsluskatti upp á 5,45% (sem leggst á sama stofn og tryggingargjaldið sem sjóðirnir greiða nú þegar) hækkar launakostnað sjóðanna milli áranna 2010 og 2011 um 4,17% miðað við að ekki sé um launahækkanir að ræða (sem án efa munu þó eiga sér stað 1.febrúar 2012). Til þess að fara niður í sama kostnað þarf að lækka launin um 4,1%

Allt tal um að lækka þurfi lífeyrisréttindi út af þessu er ekkert annað en væl af hálfu þessarar sjálftökustéttar.

Hitt er annað mál og um það hef ég bloggað að inn í núverandi tillögum efnahags- og viðskiptanefndar er meinleg villa, þar sem þeir gleyma að undanskilja (viljandi eða óviljandi) lífeyrissjóðina frá því sem þeir kjósa að kalla sérstakan fjársýsluskatt upp á 6% af hagnaði.  Sá skattur er í raun viðbótarþrep í tekjuskatti lögaðila sem lífeyrissjóðir eru undanþegnir.   Færi þetta frumvarp hins vegar í gegn óbreytt þá væri það eitt og sér hrein eignaupptaka lífeyrissjóðanna.


mbl.is Aðför að réttindum félagsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytingartillagan gerir ekki ráð fyrir undanþágu lífeyrissjóða

http://www.althingi.is/altext/140/s/0513.html

Það kemur hvergi fram í núverandi breytingartillögum Efnahags- og viðskiptanefndar að lífeyrissjóðir séu undanþegnir hinum nýja "sérstaka fjársýsluskatti" sem er í raun ekkert annað en nýtt aukaþrep í tekjuskatti á fyrirtæki.   

Sérstakt aukaþrep á tekjuskatt fyrirtækja yfir ákveðnum fjárhæðarmörkum þekkist annarsstaðar og t.d. í Hollandi er um að ræða 5% auka þrep ofan á hagnað yfir vissum mörkum.

Hér á landi þurfa menn alltaf að setja heimsmet í skattlagningu og velja því 6%.

Eftir stendur að breytingartillagan er svo illa unnin af nefndinni að fari hún í gegn á Alþingi þá eru lífeyrissjóðirnir skattlagðir en ekki undanþegnir þessum aukaskatti, eins og eflaust hefur þó verið ætlunin.


mbl.is Skatturinn komi niður á neytendum og starfsfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita nefndarmenn ekki hvað þeir eru að gera ?

Eru nefndarmenn í efnahags og viðskiptanefnd gjörsamlega búnir að missa vitið ?

6% skattur á "umframhagnað" lífeyrissjóði !   Veit þetta fólk hvað það er að leggja til ?

Ég tek dæmi úr ársreikningi Gildis (sjá www.gildi.is):   Hagnaður 2010 nam 13.736.300.000 en árið 2009 kr. 18.364.271.000.  Stofn til tryggingargjalds launa árið 2010 nam kr. 199.433.526 (erfitt er að reikna út 2009 vegna breytingar á gjaldi það ár). 

Gildi greiddi í tryggingargjald árið 2010 kr. 17.251.000 og árið 2009 kr. 11.783.000.   Vegna lækkunar á tryggingargjaldi 2012 verður sú tala miðað við sömu laun kr. 15.535.872

Hugmyndir fjármálaráðherra um 10,5% fjársýsluskatt á laun hefði þýtt vegna 2010 kr. 20.940.520 í skatt.    Samanlagðir þessir tveir skattar hefðu því numið tæpum 36,5 milljónum.

Ný hugmynd nefndarinnar þýðir:  Fjársýsluskattur 5,45% kr. 10.869.127 og sérstakur fjársýsluskattur 6% á hagnað umfram 1 milljarð gerir kr. 764.178.000  eða alls v/2010 kr. 775.047.127.   (vegna ársins 2009 hefði sérstakur fjársýsluskattur verið rúmur milljarður).  Þegar tryggingargjaldið bætist við þá nemur skattlagningin kr. 790.582.999

Skv. frumvarpi nr. 193 (þingskjal 198) segir í 2. gr.: Skattskyldir aðilar. 

3. Lífeyrissjóðir sem hafa hlotið starfsleyfi á grundvelli laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, lífeyrissjóðir sem starfa samkvæmt sérlögum sem og starfstengdir eftirlaunasjóðir sem hafa heimild til að taka á móti iðgjöldum til myndunar eftirlaunaréttar samkvæmt lögum nr. 78/2007, um starfstengda eftirlaunasjóði.

Í breytingatillögu meirihluta nefndarinnar segir:

..........skal einnig leggja sérstakan fjársýsluskattá aðila sem skattskyldir eru skv. 2. gr. laga um fjársýsluskatt. Sérstaki fjársýsluskatturinn skal vera 6% af tekjuskattsstofniyfir 1.000.000.000 kr., sbr. 2. tölul. 61. gr.

Það verður því ekki annað séð en að nefndin geri ráð fyrir þessari skattlagningu á lífeyrissjóðina með sama hætti og tryggingarfélög og banka.

Hækkun nefndarinnar á þennan eina lífeyrissjóð nemur því 2065% tvöþúsundsextíuogfimm prósentum.


mbl.is Mótmæla sköttum á lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýmsu haldið leyndu fyrir kosningar 2009

Fram yfir kosningar 2009 var því haldið leyndu fyrir þjóðinni og vel falið fyrir öðrum flokkum en SF og VG að viðræður væru komnar á fulla ferð til Breta og Hollendinga vegna Icesave.  Svo langt var þetta mál komið að það var varla búið að ganga frá stjórnarsáttmálanum eftir kosningarnar þegar komið var heim með fullgerðan, en skelfilegan samning.   Hætt er við því að úrslit hefðu farið á annan veg vorið 2009 ef kjósendur hefur haft grun um þetta sem og að VG hefði án efa ekki fengið jafnmikið af atkvæðum ef það hefði legið fyrir að VG ætlaði að samþykkja að sótt yrði um aðild að ESB strax þarna um sumarið 2009.

Fjármálaráðherra hefur oft haldið því fram að stjórnin sitji í umboði meirihluta kjósenda og ætli sér þess vegna að sitja út kjörtímabilið.   Það er frekar hægt að tala um vissa tegund "valdaráns" en að þessi úrslit hafi fengist lýðræðislega. 

Síðustu tölur úr skoðanakönnunum sýna að eftir því sem meira kemur í ljós af lygum og svikum SF og VG, ekki síst frá árinu 2009, þá hrynur fylgið og er nú í sögulegu lágmarki.


mbl.is Sömdu fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég lýsi eftir þessum 31.000 hjónum...

Ekki veit ég á hverju Steingrímur byggir þær tölur að 31.000 hjón greiði lægra hlutfall samanlagt í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt.  Það er siður stjórnmálamanna að snúa öllum tölum sér í hag og hagræða sannleikanum ef það þjónar þeim tilgangi að slá ryki í augu fólks.

Vissulega hefur frítekjumark á vaxtatekjum upp að 100.000 hjálpað til því má ekki gleyma.   En það er líka rétt að halda því til haga að ef fólk leigir út fasteign þá hefur skattur af þeirri útleigu hækkað um 40% og farið beint út í verðlag á leigu.

Lægra hlutfall skýrist líka af því að fólk er búið að klára allan sinn sparnað, það er ekki lengur að fá fjármagnstekjur af vöxtum.   Vaxtaprósenta hefur líka lækkað mjög mikið sem hjálpar til við lækkun vaxtatekna.

Svo kemur til mikil lækkun launa og mikil aukning atvinnuleysis.   Auðvitað greiða hjón mikið lægri skatta þar sem annað eða bæði eru á atvinnuleysisbótum upp 160.000 en höfðu kannski hvort um sig laun upp á 250.000 til 500.000 fyrir hrun.    Algengt er að fólk sem hefur vinnu hefur lækkað í launum um 20-50%, það hefur auðvitað áhrif á lækkun skatta.   Því að því nær skattleysismörkum sem menn fara því meira lækkar heildarhlutfallið af sköttum.

Það væri nær að birta breytinguna á tekjum þessara 31.000 hjóna.  Hverjar voru launatekjur þeirra árið 2008 og hverjar árið 2010 ? Hvaða fjármagnstekjur hafði þetta fólk árið 2008 og hverjar 2010 ?  Jafnframt væri gott að bera saman skattgreiðslurnar sjálfar og hversu mikið þær hafa dregist saman vegna lægri tekna.

Grun hef ég um að svör við þessum tveimur spurningum svari því hvers vegna skatthlutfall þessa hóps hefur lækkað.

Það er nefnilega skattstofninn sem skiptir máli, því á honum byggjast skatttekjurnar.    

 


mbl.is Munum áfram nota krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er VG ekki í núverandi ríkisstjórn ?

http://www.visir.is/vg-vilja-rannsaka-studning-islands-vid-loftarasir-a-libiu/article/2011110829058

Er Steingrímur J. Sigfússon ekki í núverandi ríkisstjórn ?   Ég hef e.t.v. ekki kynnt mér það nógu vel en ef ekki þá eru það misstök hjá stjórnlagaráði ef það hefur ekki lagt til að ríkisstjórnir hér eftir starfi sem ein heild.   Þar beri allir sameiginlega ábyrgð á ákvörðunum, (einn fyrir alla og allir fyrir einn).

Það er algjörlega óþolandi að í 10-12 manna ríkisstjórnum geti meirihluti ráðherra þvegið hendur sínar að ákvörðunum.   Stærstu dæmin um þetta eru málefni í aðdraganda bankahrunsins 2008, þar sem fjöldi ráðherra vissi ekkert hvað var að gerst og tók meira að segja þátt í því að ákveða að ákæra samráðherra sína fyrir Landsdóm.

Nú þykjast ráðherrar Vinstri-Grænna ekkert vita um stuðning okkar þjóðar við stríðsátökin í Líbíu.  Hvað á svona bull að þýða.  

Ég er friðarsinni, en stundum þarf alþjóðasamfélagið að grípa inn í mál þegar leiðtogar þjóða fara yfir um á taugum og fara að stráfella samborgara sína.   Hitt er annað mál að það er líka óþolandi fyrir friðarsinna eins og mig að horfa upp á það að ekkert sé gert í málum í Sýrlandi, þjóðarmorðin hafi verið látin óáreitt í nokkrum Afríkuríkjum, borgarastyrjöldin í fyrrum Júgóslavíu hafi fengið að ganga jafnlengi og raun bar vitni sem og fjölmörg önnur blóðug og sorgleg dæmi undanfarinna ára.   Það sem oftar er ekki virðist skipta máli í sambandi við það hvort gripið er inn í eða ekki er hvort olíu eða aðrar verðmætar auðlindir er að finna hjá viðkomandi þjóð.

En aftur að VG.  Hvernig dettur formanni flokksins og öðrum ráðherrum í hug að ljúga að félagsmönnum sínum að þeir hafi ekki vitað af stuðningi Íslensku ríkisstjórnarinnar við aðgerðir NATO í Líbíu ?


Það hefði skapað óvissu og óöryggi meðal þeirra einstaklinga .....

Það hefði skapað óvissu og óöryggi meðal þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem í hlut eiga og þess vegna sé þessi ákvörðun mikilvæg, segir Ögmundur.

Hvað með alla einstaklinga í þessu landi og allar þær fjölskyldur sem hér eru í stökustu vandræðum ?  Hvað með þeirra óvissu og óöryggi ?

Það vantar ekki að nú er ríkisstjórnin fljót að snúa sér við og redda málum.  En skuldavandi heimilanna er ennþá óleystur vegna þrjósku ríkisstjórnarinnar og ráðaleysis hennar.

Ég hefði fagnað þessari ákvörðun ef í leiðinni hefði fylgt yfirlýsing um að frá og með núna yrðu allir hælisleitendur sem ekki hafa fullgilda pappíra sendir með næsta flugi til baka til þess staðar sem þeir komu frá til okkar.  Eins hefði ég fagnað því að komið hefði yfirlýsing um að það ætti að efla landamæraeftirlit.

Hægt er að spara stórar fjárhæðir í þessum málaflokki ef hann er tekinn fastari tökum.


mbl.is Útlendingastofnun fær aukið fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband