Ég lýsi eftir þessum 31.000 hjónum...

Ekki veit ég á hverju Steingrímur byggir þær tölur að 31.000 hjón greiði lægra hlutfall samanlagt í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt.  Það er siður stjórnmálamanna að snúa öllum tölum sér í hag og hagræða sannleikanum ef það þjónar þeim tilgangi að slá ryki í augu fólks.

Vissulega hefur frítekjumark á vaxtatekjum upp að 100.000 hjálpað til því má ekki gleyma.   En það er líka rétt að halda því til haga að ef fólk leigir út fasteign þá hefur skattur af þeirri útleigu hækkað um 40% og farið beint út í verðlag á leigu.

Lægra hlutfall skýrist líka af því að fólk er búið að klára allan sinn sparnað, það er ekki lengur að fá fjármagnstekjur af vöxtum.   Vaxtaprósenta hefur líka lækkað mjög mikið sem hjálpar til við lækkun vaxtatekna.

Svo kemur til mikil lækkun launa og mikil aukning atvinnuleysis.   Auðvitað greiða hjón mikið lægri skatta þar sem annað eða bæði eru á atvinnuleysisbótum upp 160.000 en höfðu kannski hvort um sig laun upp á 250.000 til 500.000 fyrir hrun.    Algengt er að fólk sem hefur vinnu hefur lækkað í launum um 20-50%, það hefur auðvitað áhrif á lækkun skatta.   Því að því nær skattleysismörkum sem menn fara því meira lækkar heildarhlutfallið af sköttum.

Það væri nær að birta breytinguna á tekjum þessara 31.000 hjóna.  Hverjar voru launatekjur þeirra árið 2008 og hverjar árið 2010 ? Hvaða fjármagnstekjur hafði þetta fólk árið 2008 og hverjar 2010 ?  Jafnframt væri gott að bera saman skattgreiðslurnar sjálfar og hversu mikið þær hafa dregist saman vegna lægri tekna.

Grun hef ég um að svör við þessum tveimur spurningum svari því hvers vegna skatthlutfall þessa hóps hefur lækkað.

Það er nefnilega skattstofninn sem skiptir máli, því á honum byggjast skatttekjurnar.    

 


mbl.is Munum áfram nota krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta skilur Steingrímur hentipólitíkus ekki frekar en samstarfsmenn hans í stjórn! Góð færsla hjá þér og lýsir öfugri hagfræði sem stjórnin notar til að koma okkur út úr kreppunni það er að segja við sökkvum æ dýpra með degi hverjum.

Sigurður Haraldsson, 30.10.2011 kl. 11:27

2 Smámynd: GAZZI11

Steingrímur er ræfillstuska sem er búinn að vera alltof lengi í ríkisjötunni. Þar kunna fáir að reikna og fara vel með peninga skattboraranna.

Líklegast töpuðust 30.000-35.000 störf hér 2009. Sennilega vita allir 7 ára krakkar að ef hjón missa tekjur að þá lækka skattar í kjölfarið á þessi sömu hjón samkvæmt skattskýrslunni. En til að halda uppi skattbyrðinni er hún flutt yfir í neysluskattana. Þar með er enn erfiðara fyrir þessi sömu hjón að láta enda ná saman.

Ræfillinn vara ekki að segja það upphátt hvernig ráðstöfunartekjurnar hafi minnkað.

Hann var heldur ekki að segja það hvernig eignir fjármálafyrirtækja voru fluttar yfir á eignir húseigenda hér á landinu með ríkisstýringu á verðbólgu. Húseigendur munu í framtíðinni greiða bönkunum og fjárfestingafyrirtækum þessar eignir í formi stökkbreyttra húsnæðisskulda.  

GAZZI11, 31.10.2011 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 860

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband