31.12.2009 | 01:09
Hvenær á að snúa sér að endurreisninni ?
Hvað réttlætir það að Alþingi fari í frí til 26.janúar ? Hvenær á að slá upp skjaldborginni um heimilin í landinu ? Hvenær á að blása lífi í atvinnulífið ? Voru ekki rökin fyrir því að samþykkja Icesave að nú væri hægt að snúa sér að þessum mikilvægu málum ?
Í lok febrúar rennur út framlengdur frestur varðandi nauðungarsölur fasteigna og gefið hefur verið í skyn að ekki verði um frekari frestun að ræða. Tíminn er naumur og ekkert ennþá komið fram af hálfu ríkisstjórnarinnar til bjargar heimilunum í landinu.
Að mínu mati réttlætir ekkert svona langt hlé á þingstörfum og ég hefði talið eðlilegt að þingið kæmi að nýju saman ekki síðar en 11.janúar. Ástand og aðstæður í þjóðfélaginu eru með þeim hætti að bregðast þarf við af meiri krafti. Taka þarf á stökkbreyttum fjárskuldbindingum nú þegar.
Hlé á þingstörfum til 26. janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón bloggar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ég trúi á betra líf Í tilefni dagsins set ég þetta lag inn, því textinn skiptir mig máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.