Ný bylgja uppsagna starfsfólks á vinnumarkaði að hefjast

Tilvitnun í frétt á mbl.is í dag:

"Ölgerðin sagði í gær upp 35 starfsmönnum og sagði Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, ástæðuna þá að verið væri að bregðast við minnkandi eftirspurn vegna skattahækkana."

Auðvitað er þetta rétt, hvað sem Steingrímur Joð reynir að klóra í bakkann.  Í viðtalinu við mbl.is segir hann (Steingrímur) orðrétt að eins og komið hafi fram hjá forstjóra Ölgerðarinnar "að þetta hefði verið gott ár hjá þeim, fram að þessu"

Þetta eru athylgisverð orð, "fram að þessu". Það er nefnilega komið svo að skattahækkanir eru komnar yfir þolmörk.  Nýjustu hækkanir og fyrirhugaðar skattabreytingar fara langt yfir strikið og afleyðingin er að fjöldi fólks missir atvinnuna og enn eykst vandi Atvinnuleysistryggingasjóðs.

Það er ekki vafi í mínum huga að ástæða þessara uppsagna eru m.a. eftirtaldar:

Hækkun sykurskatts (vsk úr 7% í 14% á drykkjarvörur aðrar en áfengi), enn ein hækkun á áfengisgjaldi sem fyrir löngu er búið að hækka meira en góðu hópi gengir, í það minnsta með jafnstuttu millibili en það hafa orðið fjölmargar hækkanir á því síðan í okt. 2008 og nú á enn að hækka um áramótin.  Hækkun vörugjalda spilar þarna líka stórt hlutverk, hækkun tryggingargjalds sem hækkar launakostnað fyrirtækja verulega, hækkun tekjuskatts á fyrirtæki sem og hækkun tekjuskatta einstaklinga sem þrengir að kaupgetu.

Allar þessar skattahækkanir hafa veruleg áhrif á neyslu í landinu, en þessi ríkisstjórn virðist ekki skilja það að leið út úr vandanum (sérstaklega erfiðri stöðu ríkissjóðs) er að örva neyslu í landinu og ná þannig í auknar skatttekjur í formi skatta af meira magni, en ekki hærri skatta af mikið minna magni.


mbl.is „Spurning hvaða ástæður liggja að baki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Uppsagnir 60 starfsmanna hjá KNH á Ísafirði, 35 starfsmanna Ölgerðarinnar og væntanlegar uppsagnir hjá Vífilfelli eru ekki af völdum hrunsins haustið 2008.  Þær eru númer eitt, tvö og þrjú af völdum rangra ákvarðana hjá núverandi ríkisstjórn.   Sú aðferð að draga úr framkvæmdum og hækka skatta er ekki að gera annað en að auka vandann.   Þetta bitnar beint á ríkissjóði með enn minnkandi tekjum og meiri útgjöldum.  Því miður þá stefnir í það að atvinnuleysi sé að aukast og nú af röngum stjórnvaldsákvörðunum.

Jón Óskarsson, 1.12.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 931

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband