13.12.2011 | 23:22
Vita nefndarmenn ekki hvað þeir eru að gera ?
Eru nefndarmenn í efnahags og viðskiptanefnd gjörsamlega búnir að missa vitið ?
6% skattur á "umframhagnað" lífeyrissjóði ! Veit þetta fólk hvað það er að leggja til ?
Ég tek dæmi úr ársreikningi Gildis (sjá www.gildi.is): Hagnaður 2010 nam 13.736.300.000 en árið 2009 kr. 18.364.271.000. Stofn til tryggingargjalds launa árið 2010 nam kr. 199.433.526 (erfitt er að reikna út 2009 vegna breytingar á gjaldi það ár).
Gildi greiddi í tryggingargjald árið 2010 kr. 17.251.000 og árið 2009 kr. 11.783.000. Vegna lækkunar á tryggingargjaldi 2012 verður sú tala miðað við sömu laun kr. 15.535.872
Hugmyndir fjármálaráðherra um 10,5% fjársýsluskatt á laun hefði þýtt vegna 2010 kr. 20.940.520 í skatt. Samanlagðir þessir tveir skattar hefðu því numið tæpum 36,5 milljónum.
Ný hugmynd nefndarinnar þýðir: Fjársýsluskattur 5,45% kr. 10.869.127 og sérstakur fjársýsluskattur 6% á hagnað umfram 1 milljarð gerir kr. 764.178.000 eða alls v/2010 kr. 775.047.127. (vegna ársins 2009 hefði sérstakur fjársýsluskattur verið rúmur milljarður). Þegar tryggingargjaldið bætist við þá nemur skattlagningin kr. 790.582.999
Skv. frumvarpi nr. 193 (þingskjal 198) segir í 2. gr.: Skattskyldir aðilar.
3. Lífeyrissjóðir sem hafa hlotið starfsleyfi á grundvelli laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, lífeyrissjóðir sem starfa samkvæmt sérlögum sem og starfstengdir eftirlaunasjóðir sem hafa heimild til að taka á móti iðgjöldum til myndunar eftirlaunaréttar samkvæmt lögum nr. 78/2007, um starfstengda eftirlaunasjóði.
Í breytingatillögu meirihluta nefndarinnar segir:
..........skal einnig leggja sérstakan fjársýsluskattá aðila sem skattskyldir eru skv. 2. gr. laga um fjársýsluskatt. Sérstaki fjársýsluskatturinn skal vera 6% af tekjuskattsstofniyfir 1.000.000.000 kr., sbr. 2. tölul. 61. gr.
Það verður því ekki annað séð en að nefndin geri ráð fyrir þessari skattlagningu á lífeyrissjóðina með sama hætti og tryggingarfélög og banka.
Hækkun nefndarinnar á þennan eina lífeyrissjóð nemur því 2065% tvöþúsundsextíuogfimm prósentum.
Mótmæla sköttum á lífeyrissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón bloggar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ég trúi á betra líf Í tilefni dagsins set ég þetta lag inn, því textinn skiptir mig máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafi einhver haldið að þetta fólk sé með fullri meðvitund, þá hlýtur sá sami að sjá af þessu að svo er nú aldeilis ekki.
Það er útilokað að meirihluti þingmanna viti hvað honum er ætlað að samþykkja, jafnvel ekki þeir skattaóðustu.
Axel Jóhann Axelsson, 13.12.2011 kl. 23:41
Fróðlegt verður að heyra röksemdafærslu nefndarmanna fyrir þessu en eins og nefndarmenn í minnihluta bentu á þá var verið að ræða um milljarða skattlagningar á hlaupum og án þess að reikna heildardæmið út. Það sýnir sig vel þarna.
Það er svo hraustlega gefið í þarna að meira að segja sjálfum "skatta-jarðfræðingnum" hefði ekki dottið þetta í hug...
Jón Óskarsson, 13.12.2011 kl. 23:48
Aðalmálið í þessu öllu saman er að lífeyrissjóðir sem slíkir eiga ekkert fé. Þeir mega taka við iðgjöldum í samtryggingarsjóði og innlögnum í séreignarsjóði og ávaxta það fé og varðveita. Það fé er allt í eigu sjóðfélaga. Við skattlagningu geta sjóðirnir því ekki með nokkru móti brugðist nema með því að lækka lífeyri sjóðfélaganna. Skattur á sjóðina er því aukinn skattbyrði sjóðfélaganna. Í þessu sambandi er algjört aukaatriði til hvers fjármálaráðherra hverju sinni ætlar að nota það fé, sem innheimtist með þessu móti.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 04:58
Fjársýsluskatturinn sem slíkur er fullkomlega réttlætanlegur og ég sé ekki mikinn mun á því fyrir lífeyrissjóðina hvort þeir borgi 1 sinni tryggingargjald, eða allt að 2 sinnum það. Við þeim skatti má bregðast með því að lækka þau ofurlaun sem viðgengist hafa innan lífeyrissjóðakerfisins en þar hafa þeir verið að moka út fé án leyfis sjóðsfélaganna. Hins vegar þá er skattabrjálæði svo mikið í núverandi fjármálaráðherra að hann kunni sér ekki hóf og vildi hafa prósentuna 10,5% sem er langt yfir því sem annarsstaðar þekkist. Í breytingatillögu er lagt til að fara niður í 5,45% sem er mun hógværara.
Efnahags- og viðskiptanefnd er hins vegar að fara slíku offorsi með sinni tillögu um 6% skatt á hagnað yfir 1 milljarði og leyfa sér að kalla það "sérstakan fjársýsluskatt" að annað eins hefur ekki sést. Þar er verið að leggja til með öllu ólöglegan skatt (hvað varðar lífeyrissjóði) og með beinum hætti verið að snarlækka lífeyri fólks. Þessi nefnd bjó til nýyrðið "umframhagnaður" inn í skattalögin.
Það er með öllu óþolandi þetta fum og fát í þessari nefnd á hverju ári og sá skammi tími sem alltaf er til stefnu til að fara yfir málin og setja fram skattastefnu til framtíðar. Á hverju einasta ári gerir þessi nefnd sig seka um alvarleg mistök í breytingum á skattalögum og tengdum lögum og allt rennur þetta í gegnum Alþingi og oftast samþykkt af örfáum hræðum í þingsal sem ekki hafa fyrir að setja sig inn í málið.
Formaður nefndarinnar ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér sem formaður nefndarinnar og helst segja af sér þingmennsku í leiðinni eftir þetta nýjasta útspil sitt. Hann er búinn að gera nóg ógagn hingað til.
Jón Óskarsson, 14.12.2011 kl. 05:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.