Er VG ekki í núverandi ríkisstjórn ?

http://www.visir.is/vg-vilja-rannsaka-studning-islands-vid-loftarasir-a-libiu/article/2011110829058

Er Steingrímur J. Sigfússon ekki í núverandi ríkisstjórn ?   Ég hef e.t.v. ekki kynnt mér það nógu vel en ef ekki þá eru það misstök hjá stjórnlagaráði ef það hefur ekki lagt til að ríkisstjórnir hér eftir starfi sem ein heild.   Þar beri allir sameiginlega ábyrgð á ákvörðunum, (einn fyrir alla og allir fyrir einn).

Það er algjörlega óþolandi að í 10-12 manna ríkisstjórnum geti meirihluti ráðherra þvegið hendur sínar að ákvörðunum.   Stærstu dæmin um þetta eru málefni í aðdraganda bankahrunsins 2008, þar sem fjöldi ráðherra vissi ekkert hvað var að gerst og tók meira að segja þátt í því að ákveða að ákæra samráðherra sína fyrir Landsdóm.

Nú þykjast ráðherrar Vinstri-Grænna ekkert vita um stuðning okkar þjóðar við stríðsátökin í Líbíu.  Hvað á svona bull að þýða.  

Ég er friðarsinni, en stundum þarf alþjóðasamfélagið að grípa inn í mál þegar leiðtogar þjóða fara yfir um á taugum og fara að stráfella samborgara sína.   Hitt er annað mál að það er líka óþolandi fyrir friðarsinna eins og mig að horfa upp á það að ekkert sé gert í málum í Sýrlandi, þjóðarmorðin hafi verið látin óáreitt í nokkrum Afríkuríkjum, borgarastyrjöldin í fyrrum Júgóslavíu hafi fengið að ganga jafnlengi og raun bar vitni sem og fjölmörg önnur blóðug og sorgleg dæmi undanfarinna ára.   Það sem oftar er ekki virðist skipta máli í sambandi við það hvort gripið er inn í eða ekki er hvort olíu eða aðrar verðmætar auðlindir er að finna hjá viðkomandi þjóð.

En aftur að VG.  Hvernig dettur formanni flokksins og öðrum ráðherrum í hug að ljúga að félagsmönnum sínum að þeir hafi ekki vitað af stuðningi Íslensku ríkisstjórnarinnar við aðgerðir NATO í Líbíu ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband