29.6.2011 | 09:35
Ekki það eina sem gleymdist (eða var leyft að láta gleymast)
Vinnubrögð á Alþingi og sérstaklega af hálfu ríkisstjórnar eru afar oft mjög gölluð. Lagabreytingar fara í gegn sem stangast á við önnur lög, lög eru svo götótt að útilokað er að fara eftir þeim, eða eins og oft er búið að koma fram að lög eru beinlínis sett til íþyngingar einstaklingum og fyrirtækjum í landinu þegar yfirlýst markmið var annað.
Síðan er öllu í dag sett tímamörk og gildistímar einungis í stuttan tíma. Engu breytir síðan þó það dragist í það óendanlega að koma annað hvort frumvarpi í gegnum Alþingi eða hinu að viðkomandi atriði fari að virka, að ekkert ert gert í því að færa lokadagsetningu til í samræmi við seinkanir. Það er hins vegar tekið mjög hart á þessum tímamörkum og umsækjanda ekki gefið neitt aukasvigrúm.
Þannig er um 110% leiðina sem ég kýs reyndar að kalla 121% leið (sjá annað blogg um það síðar) að þrátt fyrir mikinn blaðamannafund 3.des. 2010 þá var samkomulag um útfærslu á leiðinni ekki undirritað fyrr en 15.janúar 2011 og engin lánastofnun fór að opna fyrir umsóknir fyrr en komið var fram í febrúar og sumar ekki fyrr en í marslok. Samt sem áður breyttist ekki sú dagsetning að fólk þurfi að sækja um í síðasta lagi 30.júní. Þessu var ekki breytt þrátt fyrir að m.a. væri gerð sú krafa að nýjasta skattframtal fylgdi með. Síðan er það þannig að þrátt fyrir að mun færri séu búnir að sækja um núna heldur en eiga rétt á (t.d. einungis 3.500 af um 9.000 hjá Íbúðalánasjóði) þá gengur ekkert að afgreiða umsóknir. Ég veit um dæmi þess að umsókn sé búin að vera í nærri 3 mánuði hjá Íbúðalánasjóði án þess að vera komin í afgreiðsluferli. Ætla má þó að nægur tími hafi átt að vera til afgreiðslu fyrst að umsóknir voru færri en búist var við.
30.júní er líka síðasti dagur sem skuldarar í alvarlegum vandræðum komst í skjól hjá Umboðsmanni skuldara. Það er þó hægt að sækja um áfram þar, en þá fer fólk í langa biðröð og komast ekki í skjól fyrr en umsókn er samþykkt og á meðan er skotveiðileyfi á skuldarann. Það sem líka gleymist er að fái fólk höfnun á 110% leiðinni þá gæti verið þörf á því að sækja um hjá Umboðsmanni skuldara, en það vita einstaklingar ekki fyrr en svar hefur borist við umsókn um 110% leið.
Mikil þörf hefði verið á því að gera viðeigandi breytingar á lögum nr. 24/2010 um uppgjör skattaskulda einstaklinga og lögaðila, en vegna þess hversu tímamörkin eru þröng þar, þá munu fjölmargir, sem sótt hafa um, ekki geta uppfyllt öll skilyrði og þar með mun fara af stað hrina gjaldþrota sem annars væri algjörlega óþörf, en kostnaður þjóðfélagsins af slíku er langtum meiri en það að gefa aukið svigrúm til að uppfylla skilyrði, sú framlenging á tíma kostar ríkið ekki neitt.
Í fjölmiðlum er vinsælt að fjalla bara um mál eins og að það hafi gleymst að afgreiða frumvarp sem heimilaði að fara væri í útboð á olíuleit, sem er auðvitað háalvarlegt mál sem m.a. seinkar nauðsynlegum tekjum í ríkissjóð, en blaðamenn og fréttamenn eru langt frá því að vera nógu duglegir að kafa einnig ofan í önnur mál. Þessi frétt um séreignarsparnaðinn er að koma núna fyrst nærri 3 mánuðum eftir að tímamörkin þar runnu út.
Ofangreint er aðeins brot af því sem "gleymdist" Það er af mörgu að taka.
Gleymdu að framlengja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón bloggar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ég trúi á betra líf Í tilefni dagsins set ég þetta lag inn, því textinn skiptir mig máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.