Skatta- og atvinnustefna ríkisstjórnarinnar í raun.

Tilefni þessarar greinar er eftirfarandi frétt:

http://www.dv.is/frettir/2011/6/1/hamborgarafabrikkan-malar-gull/

Fyrir daga Steingríms í fjármálaráðuneytinu þá voru arðgreiðslur sem og flest skattamál frekar einföld (hafa mönnum þótt þau flókin þá, þá þarf hreinræktaða sérfræðinga í málin núna).    Í dæmi Hamborgarafabrikkunnar sem er fyrirtæki sem betur fer gengur vel, er vel heppnað, með mikla viðskiptavild (þá á ég við raunverulega viðskiptavild, en ekki bókhaldslega), ánægt starfsfólk, hlýlegt viðmót starfsmanna og vel útfærðan matseðil, þá er núverandi ríkisstjórn að skattleggja eigendur um nærri 200% hærri fjárhæðir en skv. eldra skattkerfi.

Í neðangreindu dæmi er ég ekki að taka með í reikninginn að skattlagning vegna síðasta rekstrarárs var 20% hærri en hún hefði verið næsta ár á undan og því um að ræða að 20% minna var til skiptanna í arðgreiðslur.   Rétt er líka að geta þess að vegna reglna sem enginn skilur í af hverju voru teknar upp, þá tekur fyrirtækið á sig í dæmi Hamborgarafabrikkunnar auka útgjöld upp á rúmar 1,5 millj. sem aftur þýðir að sá kostnaður dregst frá sköttum um næstu áramót og lækkar þá um rúmar 300 þúsund.

‎30 milljóna arðgreiðslan er í raun útgjöld og kostnaður fyrir fyrirtækið upp á kr. 31.539.970 krónur. Sem skiptist þannig: Ríkissjóður: í fjármagnstekjuskatt (4.224.000), staðgreiðslu (3.939.310), tryggingargjald (829.570) samtals kr. 8.992.880 (að vísu fá sveitarfélögin smá hlutdeild í þessu). Lífeyrissjóðurinn (12%) fær kr. 1.065.600. Simmi fær út kr. 7.620.745 (af 11,1 millj.), Jói fær sömu fjárhæð, en meðeigandinn, (Skúli sem á 26%), sem ekki vinnur daglega við sjálfan reksturinn fær 6.240.000 (af 7,8m.) því hann borgar fjármagnstekjuskatt en ekki hluta af arðinum sem laun. Fyrirtækið þarf að bæta við sig kostnaði í mótframlag í lífeyrissjóð upp á kr. 710.400 og að taka á sig tryggingargjald kr. 829.570, eða samtals kr. 1.539.970.
 
Fyrir daga Steingríms í fjármálaráðuneytinu þá var þetta einfalt. 10% fjármagnstekjuskattur af þessarri arðgreiðslu, enginn aukakostnaður fyrir fyrirtækið, engir flólknir útreikningar. Þá hefði dæmið litið svona út að fjármagnstekjuskattur hefði verið 3.000.000 og samtals til útborgunar kr. 27.000.000 - Simmi og Jói hefðu fengið samskonar útborgun og meðeigandi þeirra og þeim því ekki mismunað. 
En það eru ær og kýr þeirra VG manna og reyndar SF líka að mismuna fólki sem allra mest.   
Skattahækkanabull SJS í þessu tilfelli er fjárhæð upp á nærri 6 milljónir eða nærri 199,76% hækkun frá því sem var.
Ef dæmið er reiknað út frá 15% tekjuskatti á fyrirtæki og 10% skatti á fjármagnstekjur og fjárhæðir endurreiknað út fá því þá verður dæmið ennþá skelfilegra.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband