2.6.2011 | 11:14
Skatta- og atvinnustefna ríkisstjórnarinnar í raun.
Tilefni þessarar greinar er eftirfarandi frétt:
http://www.dv.is/frettir/2011/6/1/hamborgarafabrikkan-malar-gull/
Fyrir daga Steingríms í fjármálaráðuneytinu þá voru arðgreiðslur sem og flest skattamál frekar einföld (hafa mönnum þótt þau flókin þá, þá þarf hreinræktaða sérfræðinga í málin núna). Í dæmi Hamborgarafabrikkunnar sem er fyrirtæki sem betur fer gengur vel, er vel heppnað, með mikla viðskiptavild (þá á ég við raunverulega viðskiptavild, en ekki bókhaldslega), ánægt starfsfólk, hlýlegt viðmót starfsmanna og vel útfærðan matseðil, þá er núverandi ríkisstjórn að skattleggja eigendur um nærri 200% hærri fjárhæðir en skv. eldra skattkerfi.
Í neðangreindu dæmi er ég ekki að taka með í reikninginn að skattlagning vegna síðasta rekstrarárs var 20% hærri en hún hefði verið næsta ár á undan og því um að ræða að 20% minna var til skiptanna í arðgreiðslur. Rétt er líka að geta þess að vegna reglna sem enginn skilur í af hverju voru teknar upp, þá tekur fyrirtækið á sig í dæmi Hamborgarafabrikkunnar auka útgjöld upp á rúmar 1,5 millj. sem aftur þýðir að sá kostnaður dregst frá sköttum um næstu áramót og lækkar þá um rúmar 300 þúsund.
Um bloggið
Jón bloggar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ég trúi á betra líf Í tilefni dagsins set ég þetta lag inn, því textinn skiptir mig máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.