Gæluverkefnin hrúgast upp inn á Alþingi

Það er athyglisvert að skoða málaskrá Alþingis síðustu dagana og vikurnar.  Það er greinilegt að ekkert þarf að gera í taka á erfiðleikum einstaklinga og atvinnurekstrar í landinu.   Það er greinilegt að ekki á að framlengja þau fáu góðu úrræði sem gripið hefur verið eftir hrun og oftar en ekki hafa verið með þeim formerkjum að tími til að nýta sér úrræðin hefur verið of naumur.

Þess í stað er lögð fram hver þingályktunartillagan á fætur annarri um hin ýmsu gæluverkefni þingmanna.  Sumar er út af fyrir sig ágætar, en oft væri betra að sömu þingmenn legðu meiri þunga í mikilvægari mál fyrir íslensku þjóðina.  

Nú hefur allur núverandi þingflokkur VG ásamt þeim 3 þingmönnum sem áður tilheyrðu þingflokknum lagt fram og dustað rykið af gömlu Alþýðubandalagsmáli og lagt til að Ísland segi sig úr Nató.  Mann setur hljóðan.  Flokkurinn er í ríkisstjórn með flokki sem stefnir að því að koma landinu inn í ESB með öllum tiltækum ráðum, þar með að fórna afkomu einstaklinga í landinu.   Þessi sami flokkur og leggur þetta til hefur staðið fyrir öllum verstu og vanhugsuðustu skattabreytingum sem fram hafa komið síðustu árin og vinnur markvisst að því að eyðileggja allt einkaframtak í landinu.  Ýmsar aðgerðir þessarar ríkisstjórnar hafa reyndar beint og óbeint fært landið enn fjær því að vera tækt í Evrópusambandið. 

Þessi sami flokkur hafði það í gegn að leggja niður Varnarmálastofnun alveg gjörsamlega án þess að hugsað væri út í hvernig koma mætti ýmsum nauðsynlegum verkefnum fyrir með skynsamlegum hætti án þess að draga úr þjóðaröryggi.   Nú vill flokkurinn að við göngum úr Nató og verðum án samstarfs um varnir landsins á sama tíma og lega landsins hefur sjaldan verið mikilvægari með tilliti til aukinn samgangna um norðurheimskautið.   Ég spyr hvað næst ?  Á að leggja niður Landhelgisgæsluna ?  Á að hleypa pólitískum flóttamönnum óhindrað inn í landið ?  Á svo að draga úr löggæslu og tollgæslu ?  Hvar endar þessi vitleysa ?


mbl.is Tillaga um úrsögn úr Nató
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband