1.5.2011 | 17:13
Hvað eru kjarabætur ?
Um hvaða kjarabætur er þessi helsti varðhundur verðtryggingar og ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. að tala um ? Við hverja krónu sem launin eru hækkuð þá fer meira en helmingur í skatta og gjöld, þökk sé skattastefnu stjórnvalda sem verkalýðshreyfingin styður. Við hverja krónu sem laun hækka þurfa atvinnurekendur að taka á sig frá 22,23% til 25% að auki í viðbótarkostnað vegna launatengdra gjalda og tryggingargjalds.
Það eru því afskaplega litlar kjarabætur fólgnar í einhverri krónutölu- eða prósentuhækkun launa. Aftur á móti munar verulega um leiðréttingar á persónuafslætti og tilfærslu á viðmiðunarmörkum skattþrepa. Lækkun tryggingargjaldsins gefur atvinnurekstrinum aukið svigrúm til launahækkana.
Það sem skiptir máli er það sem upp úr umslögunum kemur mánaðarlega, ekki hver brúttófjárhæðin er.
Látum sverfa til stáls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón bloggar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ég trúi á betra líf Í tilefni dagsins set ég þetta lag inn, því textinn skiptir mig máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú ert bókari og fl hvernig væri að lækka laun við þessa stór glæpamenn.
gisli (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 17:48
Ég stýri ekki launum fólks. Ég hins vegar sé hver áhrif vanhugsaðra skattahækkana hafa á afkomu fólks og atvinnurekstrar.
Jón Óskarsson, 1.5.2011 kl. 18:04
Síðsst þegar ég athugaði þá var skattahækkun kjaraskerðing en það virðist eitthvað hafa farið framhjá kallinum, þessi ríkisstjórnin hef valdið þessari þjóð meiri skaða en hrunið hefur. Svo mikið er víst
Og hver tekur upp hanskann fyrir Samfylkinguna?
Brynjar Þór Guðmundsson, 1.5.2011 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.