Dugar ekki Landeyjahöfn ?

Þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja notar sömu aðferð til að draga úr eftirspurn og einkaneyslu og hækkar verð eins og ríkisstjórnin með fjármálaráðherra í broddi fylkingar gerir.

Svo mikið má hækka skatta, gjöld og aðgangseyri að þetta fari yfir þolmörk og þar með snarfellur tekjustofninn og eftirspurnin.

Annars hélt ég að Landeyjahöfnin ein og sér sæi alveg um að draga úr aðsókn til Vestmannaeyja.  Núna þegar aldrei er hægt að treysta á ferðir milli lands og eyja þá förum við "landkrabbar" ekki að erindislausu til eyja og varla einu sinni í þeim tilgangi að gera okkur glaðan dag, því það er alls óvíst hvort og hvenær við náum að komast aftur á fasta landið.

Ég kalla enn og aftur eftir því að þjóðin verði upplýst um það hversu miklum fjármunum er búið að eyða í þetta gæluverkefni "Landeyjahöfn" og hversu miklum fjármunum er gert gert ráð fyrir að eytt sé í þetta ævintýri í ár og á komandi árum.


mbl.is Miðaverð á þjóðhátíð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Vá rólegur á svartnættinu Það styttist í sumarið með lygnari sjó. Þá fyllist paradísareyjan fljótt af fólki.

Svo er frekar grátbroslegt að hlusta á ykkur höfuðborgarbúa að gagnrýna Landeyjahöfn, þegar þið eru ekki barnanna bestir að eyða peningum. Lítið dæmi: Perlan, Orkuveita Reykjavíkur, Harpan, Bankar og síðast ekki síðst "útrásarvikingar".

Pálmi Freyr Óskarsson, 28.4.2011 kl. 23:28

2 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Ahh svona úr því að þú óskar eftir því hversu mikið af peningum var eytt í þetta.

Landeyjarhöfn er ein af örfáum framkvæmdum sem að er  undir kostnaðar áætlun.

 Töluvert undir framreiknaðri kostnaðar áætlun.

Nú með dýpkunarframkvæmdir, þó svo að þær séu dýrar, þá að talið með þeim, þá er kostnaður samt enþá töluvert undirkostnaðaráætlun.

Það að skandia dýpki í dag breytir engu með kostnaðinn á bakvið það, það var gerður ákveðinn samningur upp á ákveðna krónutölu, þannig að sú tala breytist ekki.

Árni Sigurður Pétursson, 29.4.2011 kl. 00:23

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Pálmi:  Ég get ekki varið fjárfestingar eins og Perluna, né það hvernig tókst á örfáum árum að nánast sigla OR í gjaldþrot - í það minnsta tæknilegt gjaldþrot með sóun fjármuna og þátttöku í óviðkomandi fjárfestingaverkefnum og öðru.

Ekki veit ég betur en sumir útrásarvíkingar hafi komið úr Eyjum og að reyndar hafi búseta þeirra ekkert haft með hugarfarið og græðgina að gera.  Bankarnir eru á landsvísu og sama sem gildir þar að það breytir engu hvar þeir eru staðsettir, eftirlit og annað brást og græðgivæðingin réð öllu sem og stór þjófnaður innan frá.  Harpan er verkefni sem hefur verið á óskalista tónlistarmanna landsins í áratugi, en tímasetningin og því hversu miklum fjármunum hefur verið varið í þetta núna er gagnrýnisverð.

Hver segir líka að ég sé einhver höfuðborgarbúi í hugsun og gjörðum, þó það svæði hafa hýst mig brot af minni ævi.

Mér finnst mjög einkennileg hugsun ef þú ert sáttur við að hafa samgöngur til eyja í lagi í örfáa sumardaga á hverju ári ? :)

Ég finn til með eyjamönnum og ekki síst þeim sem þar eru að reka atvinnustarfsemi því fjárhagslegur skaði frá því að þetta Landeyjahafnarævintýri hófst er gríðarlegt og verður ekki bætt.  Meðan samgöngurnar halda áfram að vera svona tvísýnar þá eykur það ekki á löngun manna til að ferðast þangað né eiga viðskipti.

Hitt er annað mál að ég sakna þess að hvorki þú né Árni sem skrifa hér að framan fjallið á nokkurn hátt um megininntak minnar greinar, þ.e. þá aðferðafræði sem flokksbróðir Steingríms hyggst beita sem formaður þjóðhátíðarnefndar.

Jón Óskarsson, 1.5.2011 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 921

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband