Hryðjuverkalög

Þegar ég opnaði heimabankann minn áðan þá blöstu við mér þessi skilaboð:

"Kæri viðskiptavinur,

Til að auka öryggi þitt í viðskiptum og koma í veg fyrir misnotkun á auðkenni þínu þurfum við að biðja þig um að koma til okkar í næsta útibú og láta taka ljósrit af skilríkjum þínum.  Samkvæmt lögum nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, ber okkur að fá ljósrit af skilríkjum núverandi viðskiptavina okkar. Þú getur farið í hvaða sparisjóð sem er, allt eftir því hvað hentar þér. Gild skilríki eru vegabréf, ökuskírteini og nafnskírteini.
Ef þú hefur einhverjar spurningar getur þú sent okkur fyrirspurn í tölvupósti, 
......... og við munum svara eins fljótt og auðið er."

Er ekki nóg komið af þessari "helv..." vitleysu.   Ég neita að láta kalla mig einhvern hryðjuverkamann og að svo mikið sem á ýja að því að ég stundi peningaþvætti.   Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem ég sé svona því á síðasta ári þurfti ég að undirrita helling af skjölum til þess eins að stofna bankabók í öðrum banka, banka sem hafði stundið viðskipti við síðan ég var barn.

Mín öryggistilfinning gagnvart bönkunum eykst ekki nokkurn skapaðan hlut við það að láta bankann taka ljósrit af ökuskírteininu mínu eða vegabréfi.  Þvert á móti þá skapraunar svona vitleysa mér allverulega.

Hvað gerist ef ég neita ?  Verð ég þá ákærður fyrir brot á hryðjuverkalögum og sendur í fangabúðir til Kúbu ?  eða kannski til Bretlands ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband