29.12.2009 | 10:02
Úrelt "hreppaskipting"
Í frétt Morgunblaðsins um áramótabrennur er eingöngu verið að telja upp áramótabrennur í Reykjavík. Ekkert er minnst á í fréttinni hvar eða hversu margar brennur verða annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnu og þjónustusvæði þó stjórnsýslulega skiptist það í ótrúlega mörg sveitarfélög. Skilin á milli sveitarfélaga eru ekki lengur eins skörp og þau voru áður, því nú ná byggðirnar saman. Fréttamennska á ekki að þurfa að vera með svona þröng sjónarhorn. Eðlilegt er að fréttir séu svæðabundnar, en Reykjavík er einfaldlega fléttuð landfræðilega inn á milli og umhverfis önnur sveitarfélag á því svæði sem í daglegu tali er nefnt höfuðborgarsvæði, en halda mætti stundum að Reykjavík sé eitthvað ríki í ríkinu.
9 áramótabrennur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón bloggar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ég trúi á betra líf Í tilefni dagsins set ég þetta lag inn, því textinn skiptir mig máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.