Styðjum björgunarsveitirnar

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið um sextíu aðilum leyfi til flugeldasölu fyrir þessi áramót. Flest leyfanna hafa verið gefin út til björgunarsveita, en einnig karlaklúbba, einkafyrirtækja og íþróttafélaga.

Flugeldasala hefur verið í fjölda ára aðal og stundum eina fjáröflunarleið björgunarsveitanna í landinu.  Ég hef ekki skilið hvernig stendur á því að verið er að gefa allskyns klúbbum, einstaklingum og einkafyrirtækjum leyfi til flugeldasölu undanfarin ár.  Þessir aðilar hafa verið að færa sig mjög upp á skaftið í sölu flugelda og það bitnar á þeim sem síst skyldi, eða björgunarsveitunum.   Eins hafa sífellt fleiri íþróttafélög verið að taka upp flugeldasölu sem fjáröflunarleið.

Ég er ekki viss um að það þýði mikið að hringja í viðkomandi "karlaklúbba" eða "einkafyrirtæki" þegar eitthvað bjátar á í landinu svo sem fárviðri, náttúruhamfarir, eða fólk er að týnast upp á hálendinu.   Eins efast ég um, með fullri virðingu fyrir knattspyrnudeild KR, að það félag sé tilbúið til sambærilegra starfa í almannaþágu og björgunarsveitirnar.  E.t.v. veita einhverjir af þessum aðilum ágóðanum í þörf málefni, en ólíklegt þykir mér að það sé almenna reglan.

Þó ég sé almennt séð hlynntur frjálsi samkeppni í viðskiptum og því að öll samkeppni í verðum og þjónustu sé af hinu góða, þá gilda ekki endilega sömu reglur um þessa vöru.  Það er ekki fyrir alla að meðhöndla vörur eins og flugelda og ég tel æskilegt að færa söluleyfi eingöngu til björgunarsveita og sambærilegra félaga, sem reka sjálfboðaliðastarf í þágu lands og þjóðar.

 


mbl.is Sprenging varð í flugeldaverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt góðir punktar hjá þér Jón.  Mér finnst kannski sumir gleyma því að þetta eru aðal fjáröflunarleiðir björgunarsveitanna og að þeir sem vinna í björgunarsveitunum eru í sjálfboðavinnu og vinna alveg afskaplega óeigingjarnt starf.

 Það kostar hinsvegar að reka tækin sem þeir eru með og náttúrulega að kaupa þau.  Björgunarsveitirnar eru tilbúnar að æða á eftir hverri einustu rjúpnaskyttu sem týnist jafnvel í einhverri algjörri heimsku, og öllum finnst það sjálfsagt.

 Hvað myndum við segja ef björgunarsveitirnar segðu þegar næsta rjúpnaskytta týnist "því miður, við bara höfum ekki efni á að leita að þeim" ? 

Svo náttúrulega er alltaf ein leiðin að rukka þá sem þurfa á hjálp björgunarsveitanna að halda?  

Það er góður status að ganga á facebook sem segir " ef þú kaupir flugelda af einkaaðilum, vertu viss um að fá símanúmerið þeirra svo þeir geti hjálpað þér ef eitthvað kemur uppá"

Góðar stundir

Eva Lára (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 15:57

2 identicon

Þótt þessir "karlaklúbbar" sinni ekki útköllum í fárviðri eða náttúruhamförum þá eru þeir að styrkja ýmis góð málefni. Vissulega mætti fækka þeim sem eru í þessu til þess að græða, en hvar ættu menn að setja mörkin?

P.s. Símanúmer okkar Kiwanismanna er auðvelt að nálgast og flugeldasala Kiwanisklúbbsins Höfða  er að Gylfaflöt 5 beint á móti gamla Gufunesbænum.

Sveinninn (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 17:42

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Takk fyrir þetta Eva Lára.  Góður "status" sem þú bendir á að sé að ganga á facebook, hann segir meira en mörg orð :)

Jón Óskarsson, 28.12.2009 kl. 18:06

4 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

Þú átt þakkir skyldar Jón, gaman væri að sjá þessa fótboltakappa fara í björgunarleiðangur

Aðalsteinn Tryggvason, 28.12.2009 kl. 19:57

5 identicon

Já það væri nú gaman að vita ef maður myndi nú lenda í hrakningum einhverstaðar og maður myndi hringja í fótboltadúdda hjá KR og biðja um aðstoð (því jú maður keypti hjá þeim flugelda), þá yrði svarið líklega svona: Heyrðu nei kallinn minn ég er að setja gel í hárið svo ég lúkki kúl á æfingu, bæ. Og ef maður myndi nú kaupa af einhverjum svona plebbaklúbb og biðja svo um sambærilega aðstoð yrði svarið kannski svona: Ertu alveg frá þér maður, ég er kominn í jakkafötin og er að fara að dreypa á koníaki með hinum "plebbunum" í klúbbnum, bless. Hahaha segjum sem svo að einkafyrirtæki væri að selja flugelda, t.d. iðnaðarmenn. Og maður myndi hringja og biðja um sömu aðstöð þá kæmi líklega þetta svar: Já liggur á þessu? ég er í öðru verkefni, verð kominn eftir svona 2 vikur, er það ok? Jæja manni væri kannski farið að kólna, hangandi utan á esjunni eins og illa gerður hlutur. Þarna koma björgunarsveitirnar inn í. Þú keyptir einn ýlupakka eða eitthvað þvíumlíkt hjá þeim. So what. Þú hangir enn utan í esjunni og er orðið svolítið kalt. Þú hringir í björgunarsveit og segir þeim tíðindin og þeir rjúka af stað med det samme, allir sem einn. Þeir myndi fórna ýmsu fyrir mann. Menn hafa hlaupið af stað í útköll af öllum skrítnustu og mikilvægustu augnablikum sínum. Þeir myndu reyna að koma þó þeir væru staddir í eigin jarðaför, en það hefur þó aldrei gerst.

Eigið góðar stundir. Styðjum björgunarsveitirnar um áramótin sem og oftar. 

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 14:04

6 Smámynd: Ellert Júlíusson

Tryggingafélögin ættu að fara að bjóða upp á tryggingar fyrir rjúpnaskyttur og aðra sem að ferðast á ótryggan máta og oft á tíðum einir um hálendi Íslands.

Síðan yrði bara greitt af þeirri trygginu til björgunasveitanna. Ef engin trygging væri fyrir hendi kæmi greiðsla úr vasa "fórnarlambsins". Ég er nokkuð viss um að skyndilega færu menn að sinna aðvörunum um veður og undirbúa sig mun betur en nú er!

Þetta gæti verið viðbót við minnkandi flugeldasölu félaganna.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 29.12.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband