16.12.2009 | 13:19
Gjaldeyrislög
Mér er spurn af hverju viðkomandi maður var ekki snarlega handtekinn og settur í gæsluvarðhald. Það er alveg ljóst að hann var að gerast brotlegur við gjaldeyrislög með þessum væntanlegu viðskiptum í skjóli myrkurs. Því miður er og verður örugglega mikið um svona viðskipti hér á landi meðan hin að svo mörgu leiti furðulegu lög um gjaldeyrishöft eru í gildi. Þessi viðskipti minna óneitanlega á það sem algengt var fyrir austan járntjald á sínum tíma þegar hagkvæmt var að selja dollara í skiptum fyrir gjaldeyrir viðkomandi lands á svörtum markaði. Það var að sjálfsögðu jafn ólögleg og það sem gerðist í gærkvöldi.
Hins vegar er það alveg ljóst að gera þarf breytingar á gjaldeyrislögunum til þess að koma í veg fyrir brask utan markaða með gjaldeyri og auk þess væri í lagi að slaka aðeins á hömlum á hinn almenna borgara. Afar og ömmur geta ekki fengið að taka út seðla í erlendri mynt til að senda barnabörnum sínum í jóla- eða afmælisgjafir. Framvísa þarf farseðli ef kaupa á gjaldeyri og skiptir þá engu hvort menn ætla að kaupa fyrir fáeinar krónur eða fullnýta heimild til kaupa. Þarna er eins og í svo mörgu þessa dagana algjörlega rangt gefið.
Grímuklæddir menn rændu gjaldeyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón bloggar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ég trúi á betra líf Í tilefni dagsins set ég þetta lag inn, því textinn skiptir mig máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enda var þetta gott á hann og það á ekki einu sinni að leita að þjófunum,
þeir unnu þjóð þrifa verk. um leið og þeir redduðu sér gjaldeyrir fyrir hverju ???????
verða teknir þegar þeir flytja það inn
Sigurður Helgason, 16.12.2009 kl. 20:37
He he já líklega. En þjófur sem rænir annan þjóf er svo sem ekkert minni þjófur en sá fyrri, enda eins og lögreglan lét hafa eftir sér þá verða "allar hliðar þessa máls kannaðar" :)
En samt svolítið gaman að svona broslegum fréttum.
Jón Óskarsson, 16.12.2009 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.