16.12.2009 | 12:58
Vanda þarf til breytinga á skattumdæmum
Þó ég sé þeirrar skoðunar að æskilegt sé að breyta löngu úreltu skipulagi á skattumdæmum þá þarf að vanda til slíkra breytinga. Núverandi hugmyndir eru með öllu útilokaðar að mínu mat og afar lítt ígrundaðar. Þar að auki er náttúrulega alveg út í hött að ætla að umbylta skattkerfinu og breyta á sama tíma skattumdæmum og verkaskiptingu því slíkt gæti hreinlega haft í för með sér mikinn skaða fyrir ríki og þjóð.
Skattstofurnar sem í dag eru 9 í landinu auk embættis ríkisskattstjóra eru standa sig mjög misvel í sínum verkum og því miður er munur á annars vegar úrskurðum þeirra og hins vegar skilvirkni í afgreiðslu mála. Dæmi um skattstofur sem standa sig vel eru Skattstofan í Reykjavík, þar sem mál ganga almennt mjög vel auk þess sem mesta alhliða þekkingin er þar og þjónustan mest og best við skattgreiðendur og fagmenn (þjónustuaðila) í skattskilum. Skattstofan á Hellu er einnig frekar fljót að afgreiða mál. En aftur á móti ganga mál á hraða snigilsins á Skattstofunni í Hafnarfirði.
Skv. tillögum á að leggja í raun niður skattstofuna í Reykjavík og efla skattstofuna í Hafnarfirði og þarna er augljóslega ekki verið vinna tillöguna út frá skilvirkni verka, mannauði né aðgengi að þjónustu við skattgreiðendur og þjónustuaðila í skattskilum.
Að sama skapi á í raun að lækka embætti ríkisskattstjóra niður um þrep í stjórnsýslunni og gera ýmsar breytingar varðandi málskotsrétti bæði skattaðila og ríkis sem eru ekki allar til bóta.
Ég hefði talið heppilegra að halda embætti ríkisskattstjóra með svipuðu sniði áfram og það er í dag en fækka í yfirstjórn á skattstofum þannig að yfir þeim væru 2-3 skattstjórar og sviðin væru "einstaklingssvið" þar sem skattamál einstaklinga og e.t.v. einstaklinga í rekstri heyrðu undir, síðan annað svið sem annaðist skattamál lögaðila sem og skatteftirlit og hið þriðja sæi um stórfyrirtæki þar með talið fyrirtæki með starfsemi í fleiri löndum (í dag tilheyra þau Skattstofunni í Reykjavík). Skattstjórum væri því fækkað úr 9 í 2-3 en skrifstofur með breyttu sniðu og fyrst og fremst afmörkuðum verkefnum störfuðu áfram í hverjum landshluta (þó ekki á 9 stöðum alls).
Vilja undirbúa breytingar á skattumdæmum betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón bloggar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ég trúi á betra líf Í tilefni dagsins set ég þetta lag inn, því textinn skiptir mig máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.