Afnám hækkunar persónuafsláttar "er" skattahækkun !

Við gerð kjarasamninga í febrúar 2008 kom þáverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks með þeim hætti að þeim að taka fram í bókun sem var hluti samningsins að persónuafsláttur myndi hækka um kr. 2.000 á mánuði auk vísitöluhækkunar 1.janúar 2010 og um kr. 3.000 auk vísitöluhækkunar 1.janúar 2011.

Orðrétt er þetta svona "Persónuafsláttur hækki um 7 þúsund krónur á næstu þremur árum, umfram almenna verðuppfærslu. Árið 2009 hækkar hann um 2.000 krónur, árið 2010 um 2.000 krónur og árið 2011 um 3.000 krónur."

Nú þegar er núverandi "velferðarstjórn" búin að svíkja þessi fyrirheit og afnema vísitöluhækkun persónuafsláttar og að auki að fella út hækkun upp á kr. 3.000 aukalega á persónuafslætti ársins 2011.

Þetta eru ekkert annað en skattahækkanir og þessar skattahækkanir bitna verst á þeim lægst launuðu.

Á árinu 2010 hækka skattar hjá hverjum einasta einstakling sem á annað borð hefur laun yfir skattleysismörkum um kr.  3.815 á mánuði vegna þess að skattgreiðendur eru sviknir um vísitöluhækkun persónuafsláttarins.   Á árinu 2011 má búast við að skattahækkun af þessum völdum verði um kr. 7.400 á mánuði (m.v. sömu vísitöluhækkun milli ára og nú).  Þetta jafngildir því að á árinu 2011 verði aukaleg skattahækkun orðin yfir 130 þúsund á ársgrundvelli og sú hækkun bitnar mest á láglaunafólki.


mbl.is Samstarf við stjórnvöld í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband