Stýrivaxtamunur

Stýrivextir í Bretlandi verða áfram óbreyttir eins og segir í fyrirsögn mbl.  En það athyglisverða er að prósentan er 0,5.   Hér á landi var loks verið að lækka úr 11% niður í 10% og þó að stýrivextir hafa á tveimur mánuðum verið lækkaðir samtals um 2 prósentustig þá eru þeir ennþá alltof háir og valda einungis því að fjármagn einstaklinga og fyrirtækja er alltof dýrt.  Ég get ekki séð að þeir gerir neitt gagn fyrir efnahagslífið né stýri einu né neinu til bóta þegar þeir eru svona ofboðslega háir.   Víða um heim er búið að lækka þessi vexti niður undir núllið og nægir að nefna Bretland, Bandaríkin og Svíþjóð til sögunnar.  Samt er kreppa í þessum löndum eins og hér og í Bretlandi nægir þetta ekki til að efnahagslífið rétti úr kútnum.  Hið sama væri ekki upp á teningnum hér ef virkilega væri farið í almennilega lækkun og vextirnir færu niður fyrir 5%.  Slíkt myndi setja hjól atvinnulífsins í gang hér með tilheyrandi fækkum atvinnulausra og auknum tekjum fyrir ríkissjóð, en því lengur sem það dregst því minni lífsþróttur er til staðar í atvinnulífinu.
mbl.is Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband