Dæmigert fyrir skattpíningarflokkinn

"Að sjálfsögðu" leggur fulltrúi Vinstri-grænna í borgarstjórn það til að skattar séu hækkaðir á íbúa borgarinnar.  Það er alveg með ólíkindum hvað þessi flokkur nýtur þess að skattpína þegna landsins.
mbl.is Vill hámarksútsvar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hverjum er þetta nú að kenna? Hvaða glæpagengi stjórnaði hér öllu til helvítis?? Hverjir gáfu td bankana til glæpamanna?

óli (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 21:02

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Þarna var ég að vísa til útsvarsákvörðunar sveitarfélags.  Það er ekki það sama og ríkið og því ekki mikil rök að kenna um einhverjum ríkisstjórnum.  En ef tala á um flokka sem komið hafa að stjórn landsins þá ber Samfylkingin þar mjög mikla ábyrgð, enda er það svo að sá flokkur keppist nú við að koma á 80 ára leynd á væntanlega skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.   Hvar voru ráðherrar Samfylkingar frá því í maí 2007 og fram til október 2008 ?  Annað hvort sofandi eða uppteknir af framboði til Öryggisráðs Sameinu þjóðanna. 

Jón Óskarsson, 1.12.2009 kl. 21:40

3 identicon

hvaða væl er þetta í Reykvíkingum "Welcome to Iceland"

við sem búum út á landi höfum flest þurft að búa við að hafa útsvarið í botni í okkar sveitarfélögum, svo búum við við mun lakari þjónustu. og ekki höfum við verið að væla.

það á bara að gera Reykjavík að borgarríki og stöðva peningaflæðið suður. við eigum ekki að vera alltaf að halda Reykjavík uppi.

Rabbi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 00:05

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Ég kem sjálfur utan af landi eins og sagt er og hef fulla samúð með landsbyggðarsveitarfélögunum og íbúum þeirra.  Enda hef ég verið því fylgjandi að sveitarfélögin fái hlutdeild í Fjármagnstekjuskatti, en skattpíningarflokkurinn ætlar að hirða 80% hækkun þeirra gjalda að fullu í ríkissjóð í stað þess að nýta tækifærið og hlutfalla þennan skatt á milli tekjuskatts og útsvars.  Jafnvel þó farið væri í hæsta skattþrep samkv. skattatillögum þá væri það kostur, þ.e. hlutföllin væru 33/13,1 (eða 13,28 eftir atvikum).    Þannig fengi ríkið 12,885% og sveitarfélög 5,115% af þessum 18% skatti.

Eins hef ég bent á að með því að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði þá fái sveitarfélögin (öll) stórauknar tekjur.

Sem betur fer er það þannig að sum sveitarfélög, þó út á landi séu, eru með lægra útsvar en hámarkið og sum þeirra mun lægra en t.d. Reykjavík.  Á höfuðborgarsvæðinu er þessu mjög misskipt og sem dæmi þá er útsvarið langlægst í Garðabæ, en Hafnarfjörður og fleiri sveitarfélög fullnýta hámarksútsvar en Reykjavík nýtti ekki í fyrra þá hækkun sem gerð var á hámarkinu en var áður að fullnýta hámarkið.

Jón Óskarsson, 2.12.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1068

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband