1.12.2009 | 16:04
Dæmigert fyrir skattpíningarflokkinn
"Að sjálfsögðu" leggur fulltrúi Vinstri-grænna í borgarstjórn það til að skattar séu hækkaðir á íbúa borgarinnar. Það er alveg með ólíkindum hvað þessi flokkur nýtur þess að skattpína þegna landsins.
Vill hámarksútsvar í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón bloggar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ég trúi á betra líf Í tilefni dagsins set ég þetta lag inn, því textinn skiptir mig máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1068
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hverjum er þetta nú að kenna? Hvaða glæpagengi stjórnaði hér öllu til helvítis?? Hverjir gáfu td bankana til glæpamanna?
óli (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 21:02
Þarna var ég að vísa til útsvarsákvörðunar sveitarfélags. Það er ekki það sama og ríkið og því ekki mikil rök að kenna um einhverjum ríkisstjórnum. En ef tala á um flokka sem komið hafa að stjórn landsins þá ber Samfylkingin þar mjög mikla ábyrgð, enda er það svo að sá flokkur keppist nú við að koma á 80 ára leynd á væntanlega skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Hvar voru ráðherrar Samfylkingar frá því í maí 2007 og fram til október 2008 ? Annað hvort sofandi eða uppteknir af framboði til Öryggisráðs Sameinu þjóðanna.
Jón Óskarsson, 1.12.2009 kl. 21:40
hvaða væl er þetta í Reykvíkingum "Welcome to Iceland"
við sem búum út á landi höfum flest þurft að búa við að hafa útsvarið í botni í okkar sveitarfélögum, svo búum við við mun lakari þjónustu. og ekki höfum við verið að væla.
það á bara að gera Reykjavík að borgarríki og stöðva peningaflæðið suður. við eigum ekki að vera alltaf að halda Reykjavík uppi.
Rabbi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 00:05
Ég kem sjálfur utan af landi eins og sagt er og hef fulla samúð með landsbyggðarsveitarfélögunum og íbúum þeirra. Enda hef ég verið því fylgjandi að sveitarfélögin fái hlutdeild í Fjármagnstekjuskatti, en skattpíningarflokkurinn ætlar að hirða 80% hækkun þeirra gjalda að fullu í ríkissjóð í stað þess að nýta tækifærið og hlutfalla þennan skatt á milli tekjuskatts og útsvars. Jafnvel þó farið væri í hæsta skattþrep samkv. skattatillögum þá væri það kostur, þ.e. hlutföllin væru 33/13,1 (eða 13,28 eftir atvikum). Þannig fengi ríkið 12,885% og sveitarfélög 5,115% af þessum 18% skatti.
Eins hef ég bent á að með því að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði þá fái sveitarfélögin (öll) stórauknar tekjur.
Sem betur fer er það þannig að sum sveitarfélög, þó út á landi séu, eru með lægra útsvar en hámarkið og sum þeirra mun lægra en t.d. Reykjavík. Á höfuðborgarsvæðinu er þessu mjög misskipt og sem dæmi þá er útsvarið langlægst í Garðabæ, en Hafnarfjörður og fleiri sveitarfélög fullnýta hámarksútsvar en Reykjavík nýtti ekki í fyrra þá hækkun sem gerð var á hámarkinu en var áður að fullnýta hámarkið.
Jón Óskarsson, 2.12.2009 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.