Er ekki eitthvað annað meira áríðandi ?

Nú held ég að ég geri eins og Davíð Oddsson um árið og fari og taki út peningana mína í Kaupþing.  Að vísu á ég ekki 400.000 eins og Davíð á sínum tíma, en ég hef verið viðskiptavinur Búnaðarbankans og síðar Kaupþings (og KB banka eins og hann hét um tíma) í fjölda ára og það pirrar mig mjög mikið að þessi banki skuli nú ætla að fara að skipta um nafn.

Kannski gera þeir eins og Glitnir og breyta aftur til baka í gamla nafnið.  Ég gæti svo sem sætt mig við það að fá gamla Búnaðarbankann aftur, en Esja, Atlantis (hefði frekar átt við þann gamla) eða Stefnir eins og þau nöfn hljóma sem nefnd voru á visir.is í dag hugnast mér engan veginn.  Esja gæti svo sem vísað til þess að bankinn er í óða önn að loka útibúum utan höfuðborgarsvæðisins.

Þessi banki þarf meira á því að halda að bæta símsvörun sína.  Það er óþolandi að ná ekki klukkutímum og dögum og jafnvel vikum saman í það fólk sem maður þarf að ná í.  Bankastarfsemi á að vera þannig að viðskiptavinur sé afgreiddur hratt og vel, í það minnst að hann fái að koma erindi sínu á framfæri.  Ýmislegt annað er að í þessu "ríkisfyrirtæki" en nafnið sjálft.


mbl.is Nýtt nafn á Kaupþing?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 882

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband