Gríðarlegar skattahækkanir

Það virðist eiga að lauma í gegn alls kyns hækkunum á sköttum og þær hækkanir fá ekki mikla umfjöllun.

Dæmi um þetta er tryggingargjaldið sem leggst á alla atvinnustarfsemi í landinu þar með talið sjálfstætt starfandi einstaklinga er orðin 61% frá því fyrir 1.júlí s.l. Ef marka má fréttaflutning í gær þá á að hækka gjaldið um 1,6 prósentustig, sem þýðir þá að það fer í 8,6% en var 5,34% fyrir 1.júlí.

Fjármagnstekjuskatturinn er hækkaður um 80% frá sama tíma.  Var 10% síðan 15% eftir 1.júlí og nú 18%.

Þessi skattur bitnar mjög á þeim einstaklingum sem eru að leigja íbúðarhúsnæði og annað hvort veldur því að farið verður í sama gamla farið að samið sé um húsaleigu "svart" eða að þeim fækkar sem eru tilbúnir að bjóða íbúðarhúsnæði á viðráðanlegum kjörum til fólks.  Ætla má að nú geti þörf fyrir leiguhúsnæði aukist eftir því sem fleiri lenda í því að missa húsnæði sitt og þá er verið að loka á að framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði sé til staðar.

Reyndar er það svo að þegar maður les fréttatilkynningu Fjármálaráðuneytisins þá kemur fram að skattstofn leigutekna verði 70% af leigutekjum (og þá væntanlega ekkert frítekjumark á þeim fjármagnstekjum - það er reyndar óljóst í tilkynningunni).

Dæmi = Íbúðarhúsnæði leigt á 100.000 á mánuði þýddi að leigusali greiddi á árinu 2008 kr. 120.000 á ári í fjármagnstekjuskatt.

Sama húsnæði nú þýðir skatt upp á kr. 151.200 á árinu 2010.   Þetta er hækkun upp á 26%. Raunskattlagning eykst úr 10% í 12,6%

Skattkerfisbreytingin þýðir ein og sér að hækka þarf húsaleigu um 3% til þess að eftir standi sama fjárhæð eftir skatt og fyrir.  Á sama tíma er leiguverð á markaði að lækka svo þessi skattlagning gerir leigusala erfiðara að standa undir rekstri hins leigða húsnæðis.

Við sem viljum réttlátt skattkerfi og að allir greiði það sem þeim ber í skatta hverju sinni höfum hvatt fólk til þess að gefa upp leigutekjur og greiða af því fjármagnstekjuskatt en gera sig ekki að skattsvikurum að óþörfu.  Hvað á maður að segja núna við þetta sama fólk sem fær skyndilega á sig ríflega fjórðungshækkun skattsins ?

Þessi skattlagning bitnar m.a. á þeim hópi fólks sem lenti í því að eiga á sama tíma tvær eignir þegar hrunið varð, þ.e. var e.t.v. að byggja og ekki búið að selja eldri fasteign.  Úrræði þessa fólks til þess að tapa ekki öllu sínu er að reyna að leigja út aðra eignina en nú á að þjarma enn frekar að þessu fólki með skattahækkun.   Þetta fólk fær þessa hækkun á sig til viðbótar algjörum forsendubresti á lánum sem og stórlækkun fasteignaverðs.  Þarna er ríkisstjórnin að stuðla að enn frekari eignaupptöku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1068

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband