Vinstri menn þurfa alltaf að flækja skattheimtu

Nú á að fjölga vsk þrepum úr 2 í 3 þrep.  

Hækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni (veitingastarfsemi og sennilega gistingu) fer úr 7% í 14% eða 100% hækkun á vsk hluta þeirrar þjónustu.

Hækkun úr 24,5% í 25% er ekki óeðlileg og hefði raunar átt að komast á strax 1.janúar 2009, en sú breyting gerir alla útreikninga á vsk auðveldari því nú er um 20% af söluverði að ræða en ekki 19,67871% eins og áður.

Hins vegar þarf að fara í þá vitleysu að gera þessar breytingar í tveimur áföngum, þann 1.janúar og þann 1.mars 2010, í stað þess að fara í breytingarnar allar á sama degi og það strax frá áramótum.

Svona rugl veldur bókhaldslegum óþægindum hjá öllum rekstraraðilum landsins.  Eykur álag hjá innheimtuaðilum og gerir allt eftirlit erfiðara og flóknara.


mbl.is Þriggja þrepa vsk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1068

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband