18.11.2009 | 16:20
Vinstri menn þurfa alltaf að flækja skattheimtu
Nú á að fjölga vsk þrepum úr 2 í 3 þrep.
Hækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni (veitingastarfsemi og sennilega gistingu) fer úr 7% í 14% eða 100% hækkun á vsk hluta þeirrar þjónustu.
Hækkun úr 24,5% í 25% er ekki óeðlileg og hefði raunar átt að komast á strax 1.janúar 2009, en sú breyting gerir alla útreikninga á vsk auðveldari því nú er um 20% af söluverði að ræða en ekki 19,67871% eins og áður.
Hins vegar þarf að fara í þá vitleysu að gera þessar breytingar í tveimur áföngum, þann 1.janúar og þann 1.mars 2010, í stað þess að fara í breytingarnar allar á sama degi og það strax frá áramótum.
Svona rugl veldur bókhaldslegum óþægindum hjá öllum rekstraraðilum landsins. Eykur álag hjá innheimtuaðilum og gerir allt eftirlit erfiðara og flóknara.
Þriggja þrepa vsk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón bloggar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ég trúi á betra líf Í tilefni dagsins set ég þetta lag inn, því textinn skiptir mig máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1068
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.