Bíðum frekari frétta

Áður en ég hrópa húrra fyrir Íslandsbanka, þá vil ég bíða og sjá hvernig hinir bankarnir og aðrir lánveitendur í landinu ætla að bregðast við.  Einnig vil ég sjá tillögur félagsmálaráðherra nákvæmlega útfærðar.

Ýmsar spurningar vakna við fyrstu fréttir af bæði hugmyndum Íslandsbanka sem og félagsmálaráðherra. 

Meðal þess eru spurningar um hvort vextir óverðtryggðra íbúðarlána upp á 7,5% séu fastir vextir eða taki breytingum með tilvísun í t.d. stýrivexti og/eða verðbólgu.   Þannig er að ef verðbólgumarkmið um 2,5% verðbólgu næst einhvern tíma á allra næstu misserum þá væru ofangreindir fastir vextir ígildi um 4,88% vaxta sem er spurning hvort teljist í hinum vestræna heimi vera ásættanlegir íbúðalánavextir.  Ég tel þá of háa.

Upp hefur komið í umræðunni spurning um það hvort leiðir Íslandsbanka geti hentað fólki sem vill geta haft frelsi til þess að skipta um húsnæði eftir þörfum og hvort leið félagsmálaráðherra henti eingöngu fólki sem vill búa í sínu húsnæði til lengri framtíðar.

Leiðir stjórnvalda mega ekki valda því að fólk geti ekki selt hús sín á frjálsum markaði.  Hvað á að gera þegar íbúð er seld, við þá uppsöfnuðu fjárhæð þess sem ef til vill verður einhvern tíma í framtíðinni afskrifað.  Flyst þessi fjárhæð yfir til nýja lántakandans og er hún talin með í skuldauppgjöri áhvílandi lána við sölu eða ekki.  Þarna skiptir verulegu máli hvort um hreina eignaupptöku verður að ræða, eða hvort báðir hópar þ.e. þeir sem búa áfram um aldur og ævi í húsnæðinu og þeir sem þurfa að skipta um húsnæði af ýmsum ástæðum, sitji við sama borð.

Vonandi verða allar leiðir komnar fram vel fyrir 1.nóvember næst komandi, jafnt frá stjórnvöldum sem og bönkum og öðrum lánastofnunum. 

Athyglisvert er að tillögur Íslandsbanka er ekki að finna á heimasíðu bankans (eða var þar ekki þegar ég skoðaði síðuna núna í morgun).

Það bera að fagna því að núna loksins skuli þó komin einhver skriður á þessi mál, sem ekki mátti minnast á fyrstu mánuðina eftir hrun.


mbl.is 25% lækkun höfuðstóls lánanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband