Ég legg til að lífeyrissjóðirnir lækki laun hjá sér um að lágmarki 4-5% til að heildarlaunakostnaður með sköttum hækki ekki milli ára. Í raun þurfa lífeyrissjóðirnir að lækka laun sinna starfsmanna mun meira og meðallaun starfsmanna þeirra ættu aldrei að vera hærri en meðallaun þeirra sem greiða til sjóðsins hverju sinni. Allt annað er sjálftaka sem ekki hefur verið borin undir né samþykkt af sjóðfélögunum sjálfum.
Laun og launatengd gjöld lífeyrissjóða ásamt hinum nýja fjársýsluskatti upp á 5,45% (sem leggst á sama stofn og tryggingargjaldið sem sjóðirnir greiða nú þegar) hækkar launakostnað sjóðanna milli áranna 2010 og 2011 um 4,17% miðað við að ekki sé um launahækkanir að ræða (sem án efa munu þó eiga sér stað 1.febrúar 2012). Til þess að fara niður í sama kostnað þarf að lækka launin um 4,1%
Allt tal um að lækka þurfi lífeyrisréttindi út af þessu er ekkert annað en væl af hálfu þessarar sjálftökustéttar.
Hitt er annað mál og um það hef ég bloggað að inn í núverandi tillögum efnahags- og viðskiptanefndar er meinleg villa, þar sem þeir gleyma að undanskilja (viljandi eða óviljandi) lífeyrissjóðina frá því sem þeir kjósa að kalla sérstakan fjársýsluskatt upp á 6% af hagnaði. Sá skattur er í raun viðbótarþrep í tekjuskatti lögaðila sem lífeyrissjóðir eru undanþegnir. Færi þetta frumvarp hins vegar í gegn óbreytt þá væri það eitt og sér hrein eignaupptaka lífeyrissjóðanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.