110% leiðin er í rauninni 130% leið.

Ég hef fyrir framan mig glænýjar og raunhæfar tölur um hvernig 110% leiðin er að koma út:

Fasteignamat um síðustu áramót kr. 15.800.000

Söluverðmat fasteignasala fyrir Íbúðalánasjóð kr. 17.000.000

Verðmat bifreiðar (að frádregnu bílaláni) skv. framtali kr. 302.249.   Aðfarahæfar eignir skv. mati Íbúðalánasjóðs því kr. 19.002.249 (110% sölumat + bílinn).

Staða lána 1.janúar kr. 22.432.580.   Lánin voru niðurfærð um kr. 3.430.331.   Staða eftir niðurfærslu því 111,8% af söluverðmæti, (voru komin í 131,95% af söluverðmæti m.v. síðustu áramót).

Aftur á móti þá er staða lána nú skv. greiðsluseðli í sept.2011, eftir afborgun þess gjalddaga kr. 20.416.323

Lánin standa semsagt í dag í 120% af söluverðmæti, en 129,2% af fasteignamati.

Rétt er að geta þess að viðkomandi íbúð var keypt árið 2006 og lánsfjárhæðir voru þá 14.040.000

Í árslok 2006 skv skattframtali átti viðkomandi 3,4 milljónir í hreinni eign í íbúðinni og skuldin var þá 81% af þágildandi fasteignamati.

Eins og sjá má á ofangreindu dæmi, þá er ekki um dýra íbúð að ræða og eins má sjá það að nú þegar er verðbólgan búin að éta upp lækkunina.   Að auki þá veldur aðferðafræði Íbúðalánasjóðs þ.e. að láta verðmeta eignir og að taka með í útreikningana bíldruslur, þá fékk viðkomandi einstaklingur ekki fulla 4 milljón króna lækkun lána sinna.  Viðkomandi skuldar nú eftir þessa "frábæru" leið stjórnvalda um 3,5 milljónir umfram mögulegt söluverð skv. verðmati. 

Frá árslokum 2006 (skv. framtali) og til dagsins í dag er um að ræða tapað fé upp um 6,9 milljónir eftir að búið er þó að lækka lánin.  Án þess væri tapið komið í 10,3 milljónir.  Þetta jafngildir 180.000 krónur á mánuði.

Það er hreinlega búið að hneppa þennan "fasteignaeiganda" (mikið rangnefni það reyndar) í stofufangelsi heima hjá sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón, þetta er ágætt dæmi um þá mismunun sem fjármagnseigendur sæta, þ.e. gamla sagan um Jón og Séra Jón.

Íbúðar"eigandinn" var nefnilega fjármagnseigandi áður en hann lagði eigið fé í íbúðakaupin. Eini munurinn á honum og lánveitandanum, sem lagði til mismuninn; lánsféð, er að enginn gætir hagsmuna hins fyrrnefnda - en kerfið allt gætir hagsmuna hins síðarnefnda.

Semsagt; það munar öllu að hafa "séra" framan við nafnið sitt.

Kolbrún Hilmars, 26.8.2011 kl. 12:30

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er alveg klárlega rétt að í ofangreindu dæmi hefði verið betra að eiga peningana á banka og geta gripið til þeirra upp í húsaleigu og/eða þegar endar ná ekki saman um mánaðarmót, heldur en að hafa látið hirða allt af sér við það eitt að kaupa sér öruggt húsaskjól.  Gera má ráð fyrir því að viðkomandi væri í versta falli þannig staddur núna að eiga eitthvað lítið inn á bókinni í stað þess að skulda langt fram yfir eignir og hafa enga möguleika á að losna úr vítahringnum.

Kerfið gætir hagsmuna fjármagnseigandans enda á afskaplega vel við að nota heitið "bankavelferðarstjórnin" um ríkisstjórnina.

Jón Óskarsson, 26.8.2011 kl. 14:39

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Kannski líka rannsóknarefni út af fyrir sig hvernig vísitala til verðtryggingar er reiknuð. Það eru ekki allir á eitt sáttir um grunninn sem hún er byggð á.

Vil líka þakka fyrir gott blogg. Margar góðar færslur hér undanfarið og síðan þín komin á "fastalistann" minn fyrir netrúntinn.

Haraldur Hansson, 26.8.2011 kl. 23:59

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Þakka þér fyrir það Haraldur.  Ánægjulegt að heyra í þeim sem eru til í að renna augum yfir þær línur sem maður skrifar :)

Já það er eins með grunninn að vísitölu og með skattana að það er búið að breyta grunninum mörgum sinnum.   Ég er hættur að hafa tölu á því hversu oft er búið að breyta og búa til nýjar vísitölur, en ef maður skoðar þetta á vef Hagstofunnar þá er má sjá hverskonar frumskógur þetta er orðinn.   Og fjöldi vísitalnanna þar segir ekki allt, því grunninum hefur oft verið breytt "lítillega" þó ekki sé alveg tekin upp nýr vísitölugrunnur.

Við erum því að mæla allt aðra neysluvísitölu (lánskjaravísitölu) nú en gert var fyrir fáum árum, hvað þá við upptöku verðtryggingar.

Hversu gáfulegt er að miða fjárskuldbindingar við eitthvað sem ekki byggir á föstum óbreyttum grunni ?

Jón Óskarsson, 27.8.2011 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband