13.8.2011 | 11:59
Hvaða lífeyrissjóðir töpuðu ? Upp á yfirborðið með það, takk !
Það verður að fjarlægja forystumenn samtaka atvinnulífsins og samtaka launafólks úr lífeyrissjóðunum áður en þeim tekst endanlega að eyðileggja þá. Það er öllum sem hafa augu og eyru opin að svona mál eiga eftir að verða mörg og tapið gríðarlegt. Það þarf nauðsynlega að upplýsa fólk nákvæmlega um hvaða lífeyrissjóðir eiga í hlut. Ég fékk áðan í hendur fréttabréf Lífeyrissjóðs verslunarmanna þar sem eina erindið er að hvítþvo hendur sínar af N1 og fullyrða að sá sjóður hafi ekki tapað. Það er ekki nóg að segja "ekki benda á mig".
Hversu miklu tapaði Gildi ? Lífeyrissjóðurinn þar sem stjórnarformaðurinn er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og sami sjóður og hingað til hefur ekki mátt heyra minnst á að skipta um stjórnarmenn þrátt fyrir að tvisvar sé búið að lækka réttindagreiðslur og hvert málið á fætur öðru sé að koma upp á yfirborðið. Hversu mikið af þessum 4,4 milljörðum féll á þennan eina sjóð ? Hvaða aðrir sjóðir voru það sem samþykktu að afskrifa skuldir og hversu mikið afskrifaði hver og einn ? Upplýsingar takk, þetta á að vera opinbert og öllum aðgengilegt.
Töpuðu milljörðum á N1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón bloggar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ég trúi á betra líf Í tilefni dagsins set ég þetta lag inn, því textinn skiptir mig máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.