20% vsk lækkar neysluvísitöluna um 2,6%, en 21-22% er skattpíning að hætti ríkisstjórnarinnar

Það er löngu orðið tímabært að sameina virðisaukaskattinn í eitt þrep.   Skilgreining á því hvað tilheyrir lægra þrepi og hvað því hærra hefur löngum vafist fyrir fólki, enda búið að breyta þessu fram og til baka og það er t.d. óskiljanlegt af hverju gosdrykkir eru í lægra þrepi meðan nauðsynjavörur fyrir börn eru í hærra þrepinu.

Það er algjör fyrra að halda því fram að sameining vsk þrepa í eitt sé hækkun matarskatts.   Hvert heimili ætti að taka saman öll útgjöld og reikna hvað fer mikið í vsk og reikna svo út hvað meðal vsk prósentan ætti að vera til að sama tala komi út.  Niðurstaðan kemur eflaust flestum á óvart.

VSK sem er væri í einu þrepi og 20% myndi lækka neysluvísitöluna um 2,6% og ekki veitir af.  Slík aðgerð væri því til bóta fyrir heimilin í landinu.   Ég og fleiri halda því jafnframt fram að með slíkri prósentu myndu undanskot undan vsk snarminnka og draga verulega úr svartri atvinnustarfsemi.  Þetta myndi með öðrum orðum auka tekjur ríkissjóðs.

Nú keppast JS og SJS við að afneita hugmyndum um þessa breytingu.  Það er náttúrulega vegna þess að þau hafa séð sér til skelfingar að þessi breyting gæti komið sér vel fyrir barnafólk og allan almenning í landinu.  Slíkt má auðvitað ekki gerast á þeirra vakt.  Steingrímur má heldur ekki heyra á það minnst að skattkerfið sé einfaldað og gert skilvirkara, helst þarf að flækja það sem mest.

Það var líka ríkisstjórninni líkt að velta fyrir sér 21 eða 22% vsk sem myndi að engu hafa lækkun neysluvísitölu og myndi ekki gera það gagn sem ég lýsi hér að framan varðandi svarta atvinnustarfsemi og betri skil til ríkisins.

Við lækkun í 20% myndu eftirtaldir liðir sem dæmi lækka um 4,38%:  Bensín, varahlutir, bílaviðgerðir, símakostnaður, internetþjónusta, rafmagn, hreinlætisvörur, áhöld og tæki, húsgögn, fatnaður, bleyjur og annar ungbarnavarningur.   Hverjum kæmi þetta ekki vel ?

Að auki má nefna vel flesta útselda vinnu og þjónustu, svo sem vinnu iðnaðarmanna, endurskoðenda og fleiri, auk þess sem byggingaefni og þar með allur viðgerðarkostnaðar húsnæðis myndi lækka.  Væri vsk prósentan hins vegar færð í 22% þá væri þessi lækkun en nema 2,79% á ofangreinda liði.

Svona lækkun (ef farið væri í 20% þrepið) á ofangreindum liðum myndi að auki verða þess valdandi að neysla í landinu myndi aukast og þar með auka tekjur ríkissjóðs.  Slíkt myndi hafa þau jákvæðu hliðaráhrif að atvinna myndi aukast og þar með draga úr atvinnuleysi.


mbl.is „Engin áform um matarskatt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Við lækkun í 20% myndu eftirtaldir liðir sem dæmi lækka um 4,38%: Bensín, varahlutir, bílaviðgerðir, símakostnaður, internetþjónusta, rafmagn, hreinlætisvörur, áhöld og tæki, húsgögn, fatnaður, bleyjur og annar ungbarnavarningur. Hverjum kæmi þetta ekki vel ?"

Hvad fer bíllin oft í vidgerd VS hvad kaupir thú oft í matinn? annad leakkar um 3% en hitt heakkar um 15% thannig ad í thínu heimilisbókhaldi tharft bíllinn&co ad fá 5 sinnum stearri sneid af kokunni til thess ad koma út á sléttu

Brynjar Þór Guðmundsson, 9.8.2011 kl. 13:48

2 Smámynd: Jón Óskarsson

@Brynjar.  Ertu búinn að taka saman alla mánaðarlega útgjaldaliði hjá þér ?  Ertu búinn að skoða hvað þú greiðir mikið í meðal vsk ?   Hefur þú athugað það þegar þú ferð í "matvöruverslun" hversu mikið kemur í 25,5% þrepið af nauðsynjavörum til heimilishaldsins ?

Þú ferð líka rangt með prósentu tölur.   Það sem er í 7% þrepi hækkar um 12,15% við það að fara í 20% (107*1,1215=120), en lækkun þess sem er í 25,5% niður í 20% gerir 4,38%.  Hlutföllin þarna á milli eru ekki 5 heldur 2,77 ef þú vilt reikna þetta svona :)

í 22% þrepi gera þetta aftur á móti 14,02% hækkun og 2,79% lækkun.  Ég held því fram að slíkt þýði hækkun (enda ofangreint hlutfall þá komið í 5,02), en aftur á móti að fara í 20% vsk þrep á allt sem er vsk skylt þýði lækkun fyrir alla einstaklinga.

Lækkun á efra þrepi niður í 20% þýðir yfir 10 krónu lækkun á bensínlítraverð m.v. það sem það er búið að vera í undanfarið.

Léttmjólkurlíter með 7% vsk er í dag á 109 krónur en færi í 122 krónur eftir breytingu.  Hækkun um 12 krónur.   Bensínlítri í gær 237,60 en hefði verið 227,20.  Lækkun um 10,40.  

Algengt er að það þurfi að fylla bensíntakinn 2-4 sinnum í mánuði.  Tökum 3 áfyllingar x 40 lítra tank.  Sparnaður 1.248 pr. mánuð.   Tökum 1 ltr. af mjólk á dag.  Hækkun kr. 360 pr. mánuð.   Fyrir þennan mismun má kaupa 7 aukalítra af mjólk á mánuði eftir hækkun.

Síðan eru það áhrif vísitölunnar.   15. milljón króna lán lækkar um 657 þúsund.  Leiga vísitölutengd upp á 120 þúsund lækkar um 5.256 krónur.

Jón Óskarsson, 9.8.2011 kl. 15:55

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Já, ég hef athugad heimilisbókhaldid, ligg reglulega yfir thví. "Þú ferð líka rangt með prósentu tölur. Það sem er í 7% þrepi hækkar um 12,15% við það að fara í 20% (107*1,1215=120), en lækkun þess sem er í 25,5% niður í 20% gerir 4,38%. Hlutföllin þarna á milli eru ekki 5 heldur 2,77 ef þú vilt reikna þetta svona :)" Ég tel mig fara med rétt mál, hver er endanleg VSK-prósentutala? 20%,22% 25% eda jafnvel 30%. Thad er ekki komin föst tala, adeins 20%+(20-22 er sagt í fréttini). Jóhanna(sem reyndar  baedi neitar og stadfestir ordróminn) og co eru enn ad leika sér med tölur. Mér thikir líklegra ad vskurinn verdi 30% en 20% ad thá held ég ad skekjumörk undir 1% sé ásaetanlegt ekki satt? Thar fyrir utan er ég ad mida vid 22% en ekki 20% og thá er studullin um 5 (7-22=+15% og 25,5-22=-3,5; 15/3,5=4,3 eda um 5). Hvad gerist ef Jóhanna hefur VSK-inn haerri?(hef ekki trú á ad hún hafi hann undir 20% thannig ad thú getur gleimt thví ad nota thad sem skot.

Ég stend fast á mínu, til ad skattalaekun geti ordid tharf 25,5% vsk-urinn ad vera 5 sinnum meiri en 7%. Í mínu bókhaldi er 7% vsk-urinn meiri en 25,5%

Kók er adeins um helgar, rafmagn og hiti minnir mig ad sé 7%, ég set bensín á bílinn á 6-8 vikna fresti. Bíllin hefur farid einu sinni á verkstaedi á 3 árum og ég hef ekki fjárfest í nýju sjónvarpi, tölvu eda nokkrum slíkum hlut frá hruni. 2006 kom ég úr skóla en frá 1999 -2006 thá var ég ad skrimta. Ef húsneadi og matur tekur 60%+ af tekjum thínum thá er thetta skattahaekkun en flestir íslendigar eru á thessu bili. Laust reiknad thá má hús og matur/naudsinnjar/baekur ekki fara yfir 10-12% af innkomu thinni til thes ad thetta komi á sléttu. Thá erum vid ad tala um laun 1,5-2 millur á mánudi

Med ödrum ordum thá er tetta skatthaekkun fyrir fátaegt fólk og skattalaekkun fyrir thá ríku og ef thetta er haekkun á medaljónin thá haekka lánin líka og thá er sú röksemd farinn

Brynjar Þór Guðmundsson, 9.8.2011 kl. 18:32

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Nokkrar leiðréttingar og upplýsingar:

Ég vil aftur leiðrétta útreikninga þína.  Hækkun vsk úr 7% í 22% er ekki 15% hækkun, heldur 14,02%  Og lækkun úr 25,5% vsk í 22% er ekki 3,5% lækkun heldur einungis 2,78%.   Þetta er einföld stærðfræði (122/107=14,02%  og 122/125,5=-2,78%).  Mér hugnast heldur ekki að vsk á allt verði hér 22%.

Rafmagn er með 25,5% vsk, hiti er með 7%, allt sem snýr að viðhaldi húsnæðis er með 25,5% vsk frá smæstu hlutum upp í stærri viðgerðir og endurnýjanir.  Tryggingar eru þó undanþegnar vsk.  Húsbúnaður hvers konar er með 25,5% vsk.

Sími og internettenging eru með 25,5% vsk, leiga hverskyns búnaðar einnig, en áskriftir sjónvarps og blaða með 7%. 

Gosdrykkir eru hins vegar með 7% vsk svo fáránlegt sem það er nú.  Þannig að vegna virðisaukaskattsins þarf ekki að drekka kók einungis um helgar :)  (þó vissulega séu gosdrykkir bara óhollir).

Allur rekstur bíls er með 25,5%, þar með talið upphaflegt kaupverð nýs bíls, annað en tryggingar og bifreiðagjöldin (sem eru náttúrulega skattur).  Þó eru veggjöldin í Hvalfjarðargöngin undantekning og með 7% vsk.

Allur fatnaður (öll þurfum við föt) er með 25,5% skatti, það er t.d. svívirðilegt í tilfelli barna og unglinga.  Öll leikföng, allur búnaður vegna barna (barnvagn, barnarúm, glös, diskar, stólar, bleyjur og annað) er með 25,5% vsk.

Klósettpappír, sápa, sjampó, þvottaefni, uppþvottalögur og aðrar hreinlætisvörur eru með 25,5% vsk.  (Ekki komumst við vel af án þessara liða).

Ofangreindir liðir lenda með meiri þunga á þeim efnaminni og tekjuminni en þeim ríkari.  það er því beinlínis þeim efnaminni og barnafólki í hag að skattþrepið sé eitt og að það sé 20%.

Ég er ekkert að tala hér um að allt fari í 25-30% vsk.  Mín grein byggist á því sama og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn leggur upp með, (ég er þó lítill aðdáandi þeirrar stofnunar sem og ríkisstjórnarinnar, og algjörlega á móti vanhugsuðum skattahækkunum), að hér verði eitt 20% skattþrep.  Slíkt lækkar neysluvísitöluna um 2,6% og einfaldar skatteftirlit og dregur úr svartri starfsemi.  Hér er því um gullið tækifæri fyrir ríkisstjórnina að gera einu sinni eitthvað rétt.

Við sem vinnum í bókhaldi og uppgjörum einstaklinga og fyrirtækja höfum séð þetta í mörg ár.

Jón Óskarsson, 9.8.2011 kl. 19:53

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Thakka fyrir upplysingarnar, thar sem ég er ekki "heima" á Íslandi hef ég ekki reikningana fyrir framan mig. Thetta minnir mig á daemi sem ég fékk á staerdfrediprófi og fjalla um 3 kaupmenn sem höfdu sama verd á vöru sinni en mida sig allir vid thann fjórda en hafa hver fyrir sig mismunandi reiknikúnstir vid ad finna thad út hver var ódýrastur, thad er ekki sama hvor prósenta sé reiknud "upp eda nidur".

Thad er eitt sem thú svaradir ekki beint, til thess ad vsk-inn laekki thá tharf 25,5% vsk ad vera miklu meiri en 7%(ég reikna út ad thad thurfi ad vera um 5 sinnum meira til ad medaljónin GEADI en ég er ekki ad reikna út ad vidkomandi standi í stad). Fólk getur sparad mikid vid sig í kreppu eda thegar illa árar eins og húsnaedi og fatnad, thar fyrir utan er ekki víst ad 3,5% vsk laekkun(2,78%) endi bara í vasa kaupmanna og er víst ad their baeti ekki vid thegar vsk á matnum fer úr 7 og í 20%+.

En grun ádeila er, mun thad skila sé sem skattahaekkun eda skatta leakkun. ég dreg thad stórlega í efa og leifi mér ad vera stórlega skeftiskur. Ég held ad í heimilisbókhaldi manna med 400,000 kr eda minna ad thad sé naegur 25,5%vsk til ad vega 7% vsk-in upp. En best vaeri thad vaeri eitt vsk threp en 20% er of hátt midad vid hvad tekjuskatturinn er hár. Ef sídara vaeri lagt af thá mindi ég skrifa upp á 20/22% VSK en ekki fyrr

Brynjar Þór Guðmundsson, 10.8.2011 kl. 07:35

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Þakka þér góð skrif Brynjar.  Það er þannig með þessar blessuðu tölur og stærðfræði að það er auðvelt að reikna sig út í ýmsar stærðir og merkilegt hvað lítill prósentu munur getur í raun verið stór.

Þannig er alveg grundvallarmunur á því hvort menn enda í 20% eða 22% skatti þegar (og ef) þetta verður sameinað í eitt þrep.

Stuðullinn á milli 7% vsk  og 25,5% sem endar í 20% er 2,77 en ef þetta endar í 22% þá er hann rúmlega 5,02  Gróðinn af breytingunni er því að engu orðinn og reyndar búinn að breytast í verulega aukningu skattaálagna ef stjórnvöldum dytti það í hug að fara í 22%.

Varðandi áhrif almennt á verðlag við lækkunina þá er það langt í frá að kaupmenn geti tekið þetta til sín eins og brögð voru að þegar lægra þrepið var lækkað úr 14% niður í 7% 1.mars 2007 sem ég tel og taldi þá afar vitlausa aðgerð.  Einmitt þá var gullna tækifærið til að sameina vsk í eitt þrep.  

Nú er það þannig að stærsti hlutinn af 25,5% vsk liggur í þannig tilkostnaði að þær lækkanir skila sér fullkomlega.  Dæmi um það eru rafmagn, sími, internet, öll útseld (aðkeypt) vinna og fleiri liðir.   Í öllum þessum liðum er ekkert hægt að blekkja neytendur með verðbreytingum, því að þessum aðilum ber að tilgreina verð bæði án vsk og með vsk.   Auk þess skilar þessi lækkun sér vel í bensínverði.  Ég hef því fulla trú á að áhrif svona breytinga á vísitölu neysluverðs muni skila sér.

Jón Óskarsson, 10.8.2011 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband