5.3.2010 | 15:28
Ólíklegt að þjóðin kjósi Steingrím og Jóhönnu næst
Hvað er að æðstu ráðamönnum þjóðarinnar þegar þau skötuhjú Steingrímur og Jóhanna lýsa því bæði yfir að þau ætli ekki að nýta kosningarétt sinn á laugardag ? Eru þetta skilaboð til okkar kjósenda um að við eigum "ekki" að fara í næstu Alþingiskosningum á kjörstað og kjósa þau ? Ég skil það þannig.
Það er lýðræðislegur réttur allra kosningabærra manna að taka afstöðu með því að taka þátt í kosningum. Það að sitja heima er "ekki" að taka afstöðu. Kjósendur á laugardag þar með talið Jóhanna og Steingrímur hafa 4 valkosti í kjörklefanum. a) segja nei b) segja já c) skila auðu og d) gera kjörseðil ógildan (sem að vísu er ekki góður valkostur).
Yfirlýsingar þeirra hlýtur að fara á topp 5 listann yfir mesta skandal ársins. Það litla álit sem maður hafði á þessum tveimur einstaklingum hvarf algjörlega núna.
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón bloggar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ég trúi á betra líf Í tilefni dagsins set ég þetta lag inn, því textinn skiptir mig máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1068
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.