Ofurskattastefna fjármálaráðherra eykur fjárlagahallann

Rústun fjármálaráðherra á staðgreiðslukerfi skatta, sem og ofurálagning annarra skatta virkar neikvætt á afkomu ríkissjóðs.   Nú á að beita aðferðum útrásarvíkinganna og blóðmjólka Landsvirkjun með fyrirhugðum arðgreiðslum.

Ofurskattastefna núverandi stjórnvalda veldur aukinni svartri starfsemi, bæði í svartri vinnu sem og í svartri framleiðslu og sölu svo sem á áfengi, hún dregur úr tekjum af nauðsynlegum tekjustofnum vegna minnkandi neyslu og skerðir möguleika atvinnurekstrar og einstaklinga til þess að auka neyslu og fjárfestingar, ásamt því að draga úr áhuga atvinnulífsins á auknum umsvifum og nýbreytni.  Samanlagt veldur þetta neikvæðum hagvexti.   Leiðin út úr þessu er hógvær skattastefna og það á því við í þessum málum að "less is more".


mbl.is Greiðir þrjá milljarða í arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki nóg með það, heldur ætlar hann að hirða fé af fyrirtæki í taprekstri. ég sem hélt að það væri bannað að reikna sér arð ef menn skila tapi af rekstri. ég skil ekki svona vinnubrögð, landsvirkjun þarf á öllu því fé sem þeir þurfa til að verða ekki gjaldþrota, þó þeri segi að allt sé klárt til 2016. en já ég er sammála þér með þessa okurskattastefnu, hún skilar engu nema óánægju. verður fróðlegt ef þessi ríkisstjórn lifir veturinn af.

Þórarinn (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 09:18

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Já þessi "ætlaða" arðgreiðsla varð mér tilefni til að skrifa þetta.   Landsvirkjun stefnir vissulega að því að geta skilað ríkinu góðum arði í framtíðinni og forstjórinn hefur kynnt langtímaáætlun um það.   En það er hreint ekki komið að því ennþá.   Enda gilda ákveðnar reglur og lög um það hvenær hægt er að greiða út arð, þar með talið að ekki skal taka lán til greiðslu arðs.

Í öðru lagi þá er það í anda 2007 en ekki eðlilegra viðskiptahátta og alls ekki í takt við eitthvað "nýtt" Ísland að ætla að ryksuga jafnóðum út allt óráðstafað eigið fé.   Vel rekið fyrirtæki greiðir ekki út arð fyrr en langtímafjármögnun rekstrar og afborgana skulda er tryggð og fyrirtækið á fyrir óvæntum niðursveiflum og hugsanlegu tapi.   Það er algjörlega með ólíkindum að sjá Fjármálaráðherra fara gegn þessum eðlilegu viðskiptaháttum og taka upp siði útrásarvíkinga.

@Þórarinn ég tek undir með þér og hreinlega vona að ríkisstjórnin lifi ekki af veturinn, því ef snúa á við þróun mála hér þá þarf aðra í það en núverandi ráðlausa ríkisstjórn.

Jón Óskarsson, 26.8.2011 kl. 10:20

3 identicon

Íslenskir skattborgarar og atvinnulíf og engir aðrir þurfa að kosta velferð/stjórnsýslu ásamt því að greiða skuldir ríkisins.

Verstu mistökin í íslenskri efnahagsstjórn voru að fara ekki undir eins í niðurskurðarferlið, sem okkur var ráðlagt af flestum erlendum sérfræðingum. Í fyrra fór ein af fimm krónum af skatttekjum ríkisins í vexti af erlendum lánum og var það næst hæsti útgjaldaliðurinn.

Við bætast útgjöld vegna atvinnuleysistrygginga, það hafa farið yfir 80 miljarðar í greiðslu atvinnuleysisbóta. Siðferði Íslendinga er almennt á lágu plani. Mesti hluti íslensku fjármálapilaborgarinnar sem nú er að mestu fallinn var ekkert annað en rotið viðskiptasiðferði og spilling og trúlegast sleppa allflestir eða nær allir frá því að vera dæmdir. Manninum á götunni finnst almennt það vera í lagi að vinna á svörtu, og jafnveel þiggja bætur slysa eða atvinnuleysisbætur og greiða lítið sem ekkert til samfélagsins. En gera síðan sjálfir miklar kröfur til vegagerðar, löggæslu, heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfisins. Jafnvel að það sé lagst í gríðarlegar framkvæmdir á krít.

Ef menn vilja minnka skatta og lækka útgjöld þýðir það einungis enn meiri niðurskurð enda var velferðarkerfið látið vaxa upp úr öllu valdi og þar erum við að klæðast allt of stórum fötum. Efnahagleg stærð (smæð) landsins er einfeldlega að við þurfum að draga fram jakkafötin frá 2000 og klæðast þeim og jafnvel enn þrengri enda leggjast afborganir og vextir á okkur af hreint gríðarlegum þunga.

Held því miður að fólk átti sig ekki á hvað þetta verður gríðarlegt. Allar spár reikna með hagvexti en ef það verður engin hagvöxtur að ráði þýðir það niðurskurð um 25% og það mun bitna á öllu. Svigrúmið til einhverja stórfeldra framkvæmda á lánsfé er ekkert enda tekið á blóðvöxtum malbika einhverja búta, breikka vegi og bora göt í fáfarin fjöll er eins og að pissa í skóna sína.

Grundvallarforsenda þess að hægt sé að byggja upp alvöru atvinnulíf er stöðugleiki, hvað varðar skatta. Við erum með haftakrónu, verðtryggða krónu og aflandskrónu sem kostar yfir 260 Íkr Evran meðan haftagengið er um 165Íkr Evran. Síðasta útboð Seðlabankans misheppnaðist þar voru menn að bjóða Evruna á 210 Íkr Sársaukinn verður gríðarlegur ef við ætlum að draga úr álögum. Ef ekki er hægt að hækka skatta (sem það er ekki hægt) og ekki hægt að lána fyrir þessu verður þetta bara augljóslega gert á einn veg með aðhaldi og sparnaði.

Þar verður að athuga hvort leggja beri af Lánasjóð íslenskra námsmanna, skerða atvinnuleysisbætur, skerða velferðarkerfi atvinnuveganna þar er landbúnaðurinn, skerða barnabætur og fæðingarorlof, skólagjöld og auknum hlut sjúklings í meðferð/rannsóknum.

Hækkaður eftirlaunaaldur og síðan en ekki síst skerðing á eftirlaunum ríkisstarfsmanna.

Allt hroðalega óvinsælar og erfiðar ákvarðanir sem þessi stjórn með 1 manns meirihluta getur ekki tekið enda situr stjórnin líkvöku yfir íslensku þjóðfélagi.

Gunnr (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 11:01

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Takk fyrir þetta Gunnar.   Það er ekki nóg að hækka skatta á pappírunum, þ.e. hækka "gjaldskrána" þegar enginn er tekjustofninn.  

Skortur á framtíðarsýn í skattamálum, eilífar kollsteypur í skattalöggjöf fram og til baka valda því að áhugi á fjárfestingu í atvinnurekstri er í algjör lágmarki.   Það er ekki álitlegt að hefja rekstur og engar áætlanir standast vegna þess að skattar eru ekki ákveðnir 5 - 10 ár fram í tímann.

Íslensk stjórnvöld gerðu mikið af mistökum alveg frá hruni (svo maður tali ekki um fyrirhyggjuleysið fyrir hrun), og núverandi ríkisstjórn hjakkar í sama farinu og þiggur engar góðar ráðleggingar.  Hér skal bara komið í gegn gæluverkefnum og skattleggja allt upp í skorstein, en ekkert gert til þess að koma atvinnulífinu í gang eða greiða fyrir fjárfestingum.   Það er dýrt að vera fátækur, en það eru líka tvær leiðir, annars vegar að sökkva dýpra (núverandi ríkisstjórn) eða rífa sig upp úr eymdinni og stefna ákveðið upp á við.

Jón Óskarsson, 26.8.2011 kl. 11:42

5 identicon

Það er klárlega rétt hjá þér Jón Óskar.

Við höfum tvo möguleika í stöðunni að skera niður eða hækka skatta og álögur eða gera bæði.

Grundvallarforsenda sparnaðar er grundvallarendurskipulagning og forgangsröðun. Ætlum við að reka 7 svokallaða háskóla. Er það einhverjum til góðs að fólk sé að hanga í skóla í algjöru metnaðarleysi. Að mennta lögfræðinga í 4 háskólum fyrir 300 þús manna samfélag og að það útskrifist fleirri hundruð viðskipta og hagfræðimenntaðs fólks á hverju áru meðan það vantar raungreinamenntað fólk.

Við erum með ódýrasta bensín í Evrópu þrátt fyrir að það sé reiknað á niðurgreiddu haftagengi Seðlabankans.

Klárlega er miklu búið að klúðra enda snýst umræðan um aukatriði og orðhengilshátt enda eru menn dregnir í dilka enda er rökfræði, rökhugsun og það að hlusta á rök annara nokkuð framandi í íslenskri stjórnmálaumræðu. Klárlega eru allir í sama báti og tiltrúin á þessari stjórn er lítil og enn minni tiltrú er á stjórnarandstöðunni. Það hefur aldrei verið styrkur íslendinga að geta tekið og framfylgt óvinsælum ákvörðunum. Við lendum í miklu erfiðari ástandi en Finnland en ið sökkvum hægar í mýrina meðan Finnarnir tóku á málum strax erum við að lána okkur frá sannleikanum sem er miklu, miklu mun sársaukafullri.

Gunnr (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón bloggar

Höfundur

Jón Óskarsson
Jón Óskarsson
Áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar.  Er viðurkenndur bókari og tek sem slíkur að mér skattskil, ársuppgjör, bókhald og launaútreikninga.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband